Nýr deildarstjóri launadeildar

Mynd af frétt Nýr deildarstjóri launadeildar
28.08.2017

Stefán Aðalsteinsson hefur verið ráðinn deildarstjóri launadeildar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá 29. ágúst í stað Sigríðar Rósu Magnúsdóttur sem hefur verið ráðin starfsmannastjóri Steypustöðvarinnar.

Stefán lauk Cand.oecon prófi frá viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1988 og Cand. merc prófi frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn 1993. Stefán hefur starfað sem framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna frá 2005. Áður starfaði hann sem fjármálastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og sem fjármálastjóri hjá Rauða krossi Íslands. 

Við bjóðum Stefán velkominn til starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og óskum Sigríði Rósu velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.