Þriðja sæti í Lífshlaupinu

Mynd af frétt Þriðja sæti í Lífshlaupinu
28.02.2017

Starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) stóðu sig með miklum sóma í Lífshlaupinu.

HH keppti í flokki vinnustaða með 400-799 starfsmenn en alls voru 14 vinnustaðir virkir í þeim flokki. HH lenti  í þriðja sæti, bæði fyrir hlutfall daga og hlutfall mínútna.

Nesmenn, sem er lið Heilsugæslunnar Seltjarnarnesi og Vesturbæ, voru afkastamestir liða innan HH. Það var því við hæfi að fulltrúar Nesmanna tóku á móti verðlaunum hjá ÍSÍ fyrir hönd HH. Á meðfylgjandi mynd má sjá þær Brynju Guðlaugu og Önnu Svandísi með verðlaunaskyldina.