Tímamót i sögu heimilislækninga á Íslandi

Mynd af frétt Tímamót i sögu heimilislækninga á Íslandi
11.12.2017

Nokkrar umræður um undirsérgreinar eða viðbótarsérgreinar við sérgreinina heimilislækningar hafa átt sér stað á síðustu árum. Í nýjustu reglugerð um lækninga- og sérfræðileyfi frá apríl 2015 er kveðið á um héraðslækningar sem undirsérgrein við heimilislækningar og í kaflanum um viðbótarsérgreinar er nú kveðið á um heimild til að veita sérfræðingi í heimilislækningum viðbótarsérgrein í öldrunarlækningum að loknu tveggja ára viðbótarnámi í öldrunarlækningum. 

Gríma Huld Blængsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum í Heilsugæslu Mosfellsumdæmis, stundaði viðbótarnám í öldrunarlækningum við Öldrunarlækningadeild LSH á árunum 2002-2004. Hún hefur árum saman starfað í hlutavinnu við hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ og Reykjavík. Gríma Huld hefur nú fyrst íslenskra sérfræðinga í heimilislækningum hlotið sérfræðiviðurkenningu í öldrunarlækningum sem viðbótarsérgrein við heimilislækningar. 

Þetta eru tímamót á starfsferli Grímu Huldar og tímamót í sögu heimilislækninga á Íslandi. Grímu eru færðar hamingjuóskir af þessu tilefni