Sérnám í heilsugæsluhjúkrun – þriðji hópurinn að fara af stað

Mynd af frétt Sérnám í heilsugæsluhjúkrun – þriðji hópurinn að fara af stað
25.08.2017

Nú er þriðji hópur sérnámshjúkrunarfræðinga að hefja nám í heilsugæsluhjúkrun sem er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri (HA) og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH).

Sérnámið er 60 eininga diplómanám þar sem markmiðið er að auka þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í viðfangsefnum heilsugæsluhjúkrunar.

Sérnámshjúkrunarfræðingarnir starfa eitt ár undir handleiðslu lærimeistara á ákveðnum heilsugæslu- stöðvum og sækja kennslulotur til HA og HH.

Nánari upplýsingar um námið má finna hér á vefnum.

Á efstu myndinni er hópurinn sem er að byrja núna og hópurinn sem var að klára ásamt Ragnheiði Ósk Erlingsdóttur kennslustjóra sérnámsins lengst til vinstri. 

Á myndunum hér fyrir neðan eru hópar 2 og 3.

Hópur 2 sem var í sérnáminu 2016 – 2017
Frá vinstri:  Ester Jóhannsdóttir, Jórunn Edda Hafsteinsdóttir, Þórunn Erla Ómarsdóttir, Björg Eyþórsdóttir, Bergljót Inga Kvaran og Inga Björk Valgarðsdóttir

Hópur 3 sem er að byrja í sérnáminu nú haustið 2017
Frá vinstri: Kristjana Þ. Þorláksdóttir, Ilmur Dögg Níelsdóttir, Harpa Guðmundsdóttir, Rósíka Gestsdóttir, Lilja Dögg Ármannsdóttir  og Huldís Mjöll Sveinsdóttir          

Tengdar fréttir: Fimm útskrifast með diplómagráðu í klínískri heilsugæsluhjúkrun