Fimm verkefni hjá HH fá styrk úr Lýðheilsusjóði

Mynd af frétt Fimm verkefni hjá HH fá styrk úr Lýðheilsusjóði
26.06.2017

Á föstudaginn úthlutaði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra rúmlega níutíu milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Styrkþegar eru staðsettir um land allt og verkefnin ætluð öllum aldurshópum. 

Við auglýsingu eftir umsóknum árið 2017 var m.a. lögð áhersla á aðgerðir til eflingar geðheilsu, forvarnir gegn sjálfsvígum, áfengis-, tóbaks- og vímuvarnir og verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu.  

Þessi verkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fengu styrk:

  • Skammtímameðferð við þunglyndi unglinga í heilsugæslu 
  • Stuðningur heilsuverndar skólabarna við börn með vægar kvíðaraskanir
  • Hver á að ákveða fyrir mig? - Teiknimyndband og önnur verkfæri í heilsuvernd skólabarna
  • Hver er staðan? Matstæki á heilsuvera.is
  • Fyrirbyggjandi forvarnarnámskeið vegna ADHD, einhverfurófs- og kvíðavanda barna