Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Mynd af frétt Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
10.03.2017

Eins og skjólstæðingar okkar hafa því miður fengið að finna fyrir hefur símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ekki staðið undir væntingum undanfarnar vikur. 

Við biðjum skjólstæðinga og starfsmenn velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.

Sífellt hefur verið unnið að lausn vandans með söluaðilum kerfisins og erlendum sérfræðingum en án árangurs. Nú er unnið að því að bjóða út nýtt símkerfi.

Ástand símkerfisins er verst milli kl. 8 og 9 vegna álags, eftir það er venjulega gott að fá samband.

Þangað til búið er að koma símkerfi í viðunandi horf bendum við fólki á að hægt er að senda tölvupóst til heilsugæslustöðvanna, netfangið er gefið upp á forsíðu hverrar stöðvar.

Í öruggu vefgáttinni Heilsuvera.is er boðið upp á tímapantanir, lyfjaendurnýjun og á sumum stöðvum fyrirspurnir. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki.