Núvitund í uppeldinu - foreldrafræðsla

Mynd af frétt Núvitund í uppeldinu - foreldrafræðsla
15.08.2017

Í haust verður haldið sex vikna opið foreldranámskeið um núvitund í Heilsugæslunni Miðbæ.

Námskeiðið hentar öllum foreldrum, óháð aldri og þroska barns. Byggt á aðferðum núvitundar og fjallað um taugasálfræði barna og unglinga.

Fræðslan er ætluð til að bæta samskipti foreldra og barna, hjálpa foreldrum að efla sig í foreldrahlutverkinu, minnka álag og auka samvinnu innan fjölskyldunnar. Kenndar eru einfaldar æfingar í núvitund og samhygð. 

Námskeiðið er annan hvern þriðjudag frá kl. 8:30 til 10:00 og geta foreldra mætt í einn tíma eða alla sex.

Umfjöllunarefni:

  • 3. október: Tilfinningar og taugaþroski barna
  • 17. október: Samkennd og taugaþroski barna
  • 31. október: Góður svefn 
  • 14. nóvember: Samningaleið í samskiptum
  • 28. nóvember: Grunnæfingar í núvitund 
  • 12. desember: Núvitund og samhygð

Umsjón hefur Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, sérfræðingur í klínískri barnasálfræði

Námskeiðið er opið öllum foreldrum en nauðsynlegt er að skrá sig í móttöku stöðvarinnar, sími 585-2600 eða með tölvupósti

Námskeiðsauglýsing