Bólusetning gegn árlegri inflúensu 2017

Mynd af frétt Bólusetning gegn árlegri inflúensu 2017
07.10.2017

Skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 9. október 2017.

Bóluefnið myndar mótefni gegn þremur inflúensuveirustofnum þ.á m. svonefndri svínainflúensu.

Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 60-70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeim sem leita vilja ráðgjafar er bent á sína heilsugæslustöð.

Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?

  • Öllum sem orðnir eru 60 ára
  • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum
  • Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið
  • Þunguðum konum

Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald. 

Fyrirkomulag bólusetningar er mismunandi milli heilsugæslustöðva

Smelltu á nafn heilsugæslustöðvarinnar þinnar til að fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag bólusetningarinnar.

Heilsugæslan Árbæ
Heilsugæslan Efra-Breiðholti
Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæslan Fjörður
Heilsugæslan Garðabæ  
Heilsugæslan Glæsibæ           
Heilsugæslan Grafarvogi                    
Heilsugæslan Hamraborg 
Heilsugæslan Hlíðum          
Heilsugæslan Hvammi    
Heilsugæslan Miðbæ           
Heilsugæslan Mjódd            
Heilsugæslan Mosfellsumdæmi               
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ     
Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði