Hreyfiseðillinn í sókn

Mynd af frétt Hreyfiseðillinn í sókn
24.08.2017

Regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á heilsu og líðan. Hreyfiseðill getur hjálpað einstaklingum að ná markmiðum sínum varðandi hreyfingu sem þeim hentar.

Notkun á hreyfiseðilsúrræðinu fer sífellt vaxandi innan heilbrigðiskerfisins sem  kemur til af því að heilbrigðisstarfsmenn eru að vísa fleirum í hreyfiseðilinn og einnig það að almenningur óskar eftir að fá að nýta sér úrræðið.

Hreyfistjórar sem eru sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í hreyfiseðilsúrræðinu og veita skjólstæðingum sínum aðhald og stuðning við að ná hreyfimarkmiðum sínum.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir nú eftir hreyfistjóra í 37,5 % starf og hvetjum við áhugasama til að sækja um.