Nýir fagstjórar hjúkrunar

Mynd af frétt Nýir fagstjórar hjúkrunar
03.01.2017

Ráðið hefur verið í stöður fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Efstaleiti, Heilsugæsluna Hlíðum og Heilsugæsluna Efra-Breiðholti.

Áslaug Birna Ólafsdóttir 

Áslaug Birna Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni Efstaleiti frá 9. janúar nk.

Áslaug Birna lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði árið 1987, meistaranámi árið 2007 og diploma í opinberri stjórnsýslu árið 2014.

Hún hefur starfað hjá Heilsugæslunni Garðabæ og Hamraborg, Færni- og heilsumatsnefnd og áður hjá Lunds Kommun í Svíþjóð.

Eva Kristín Hreinsdóttir

Eva Kristín Hreinsdóttir hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni Hlíðum frá 14. desember.

Eva Kristín lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði árið 1982.

Hún hefur starfað frá árinu 1998 á Heilsugæslunni Hlíðum og frá árinu 2007 sem yfirhjúkrunarfræðingur þar. Áður starfaði hún m.a. við heimahjúkrun, á hjúkrunarheimili í Kaupmannahöfn og á gjörgæsludeild og brjóstholsskurðdeild LSH.

Vildís Bergþórsdóttir

Vildís Bergþórsdóttir hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni Efra-Breiðholti frá 19. desember.

Hún lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði árið 1993.

Vildís hefur starfað frá árinu 2011 við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti og frá 2013 sem yfirhjúkrunarfræðingur á starfsstöðinni. Áður starfaði hún m.a. á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn og London, á bráðamóttöku LSH, við sjúkrahúsatengda heimaþjónustu og við sjúkrahótel LSH.

Við bjóðum Áslaugu Birnu, Evu Kristínu og Vildísi velkomna til nýrra starfa innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.