Almennar upplýsingar

icon

Opnunartími 8:00 til 12:00 og 12:45 til 16:00.Svarað er í síma 8:00 til 12:00 og 12:45 til 15:00.
icon

TilvísanirVegna greiningarþjónustu fyrir börn þarf tilvísanir frá fagfólki

Nánari upplýsingar um þjónustuna eru hér á síðunni undir flipunum: Námskeið, Tilvísanir, Greining, Frávik, Matstæki, Ráð og Um stöðina

 

Senda gögn með öruggum hætti í gegnum Signet

Leiðbeiningar um rafræna sendingu skjala eru undir Tilvísanir.

Þverfagleg þjónusta

Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) veitir 2. stigs þjónustu á landsvísu fyrir börn í grunn- og framhaldsskólum að 18 ára aldri. Sinnt er greiningu, ráðgjöf, meðferð, fræðslu og rannsóknum vegna taugaþroskaraskana og annarra erfiðleika í hegðun eða líðan.

 

Þverfaglegur starfshópur vinnur eftir markvissu skipulagi með hámarks fagleg gæði að leiðarljósi. Áhersla er á gott viðmót og einstaklingsmiðaða nálgun. 

 

ÞHS á reglulegt samstarf við aðra mennta-, félags- og heilbrigðisþjónustu víðsvegar um landið og sinnir starfsþjálfun háskólanema á sviðinu.

 

Þáttakendur greiða fyrir námskeið, að öðru leyti er þjónustan gjaldfrjáls.

 

Nánari upplýsingar um þjónustuna eru hér á síðunni undir flipunum: Námskeið, Tilvísanir, Greining, Frávik, Matstæki, Ráð og Um stöðina

 

The Centre for Child Development and Behaviour (CCDB): Information in English

Greiningarþjónusta ÞHS

Sinnt er nánari greiningu grunn- og framhaldsskólabarna að 18 ára aldri ef sterkar vísbendingar eru um athyglisbrest, ofvirkni (ADHD) eða skyldar raskanir, svo sem tilfinningavanda, hegðunarerfiðleika, samskiptavanda eða hamlandi einkenni einhverfurófs.

 

Viðmið er að greind sé almennt yfir viðmiðum um þroskahömlun og fötlun af þeim sökum. Ef helstu áhyggjur snúa að greindarskerðingu, málþroskaröskun eða sértækum námserfiðleikum heyrir málið undir skólaþjónustu en ekki ÞHS. Ekki skal vísa börnum í nánari greiningu ef þau eru þegar eru á biðlista hjá öðrum greiningaraðilum. 

 

Skilyrði fyrir tilvísun er að frumgreining hafi bent til vanda sem veldur hömlun í daglegu lífi og að mælt hafi verið með markvissri íhlutun. Ef einkenni eru væg eða miðlungs alvarleg skal fyrst láta reyna á úrræði og endurmeta stöðuna eftir um 6 mánuði, en í alvarlegum tilfellum má senda tilvísun samhliða gangsetningu íhlutunar.

 

Skólasálfræðingar og aðrir fagaðilar heilbrigðis-, fjölskyldu- og félagsþjónustu geta vísað börnum að uppfylltum skilyrðum um forvinnu. Beiðnir skulu berast á sérstökum eyðublöðum ásamt skriflegu leyfi foreldra/barna og öðrum fylgigögnum. 

 

Tilvísanir skulu sendar rafrænt í gegn um Signet Transfer. Sendendur þurfa að vera skráðir notendur. Smella á tengilinn hér fyrir neðan, skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, velja fyrirtæki Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis og hóp Þroski og hegðun, draga skjal inn á viðeigandi reit. Senda gögn með öruggum hætti í gegnum Signet

 

Ef óvissa er um þörf á aðkomu ÞHS má leita samráðs í tölvupósti eða símleiðis. Símatímar við tiltekna sérfræðinga eru alla föstudaga kl. 11-12 og bóka þarf símtöl fyrirfram hjá ritara í síma 5135150. Tiltaka skal hvort spurningar eru um tilvísun vegna einhverfurófs eða annars flókins vanda.   

Ferlið eftir tilvísun

Allar tilvísanir eru metnar af þverfaglegu inntökuteymi fljótlega eftir móttöku. Ef gögn eru metin fullnægjandi fá foreldrar, tilvísandi og heimilislæknir svar sem staðfesta að barnið sé komið á skrá og veitir ýmsar viðeigandi upplýsingar.

 

Ef upplýsingar í tilvísun benda ekki til að þörf sé á aðkomu ÞHS er málinu vísað frá. Sama á við ef tilvísunargögn eru ófullnægjandi og umbeðin viðbótargögn berast ekki innan tilskilins tíma.  

 

Eftir biðtíma, sem fer eftir stöðu á biðlista og alvöru máls, eru næstu skref þessi: 

 • Símtal við foreldra og öflun viðbótarupplýsinga, ef þörf krefur. 
 • Þverfaglegt greiningarferli.
 • Skilaviðtal með foreldrum/barni um niðurstöður og æskileg úrræði.
 • Skilafundur með foreldrum, skólafólki og e.t.v. fleiri þjónustuaðilum til að ræða niðurstöður, úrræði og eftirfylgd.

Í kjölfar greiningar býðst ýmiss konar þjónusta á ÞHS, svo sem: 

 • Eftirfylgdarviðtal þegar um einhverfurófsraskanir er að ræða.
 • Lyfjameðferð fyrir börn sem greinast með ADHD og ráðgjöf þar að lútandi. 
 • Ýmis færniþjálfun/hópmeðferð fyrir börn og/eða foreldra. 

Tilvísanir - leiðbeiningar

Tilvísun þarf að fylgja sálfræðiskýrsla með samantekt um þroska- og félagssögu barns, núverandi stöðu þess heima, í skóla, námi, hegðun, líðan og samskiptum við fullorðna og jafnaldra.  

 

Til að tilvísun teljist fullnægjandi, þarf eftirfarandi: 

 

 • Tilvísunareyðublað sem er vel útfyllt og á rafrænan hátt.
 • Skriflegt leyfi foreldra fyrir tilvísun, frekari upplýsingaöflun og dreifingu gagna. Frá 16 ára aldri þarf einnig leyfi barns. Sjá eyðublöð neðar. 
 • Stutt lýsing á ástæðum tilvísunar – ekki nægir að vísa í fylgigögn. Fram komi allt sem mestu máli skiptir – helstu áhyggjur, styrkleikar og veikleikar barns núna, fyrri aðgerðir og um hvað er beðið.
 • Tölulegar niðurstöður úr nýlegu vitsmunaþroskaprófi (WPPSI-RIS, WISC-IVIS) – hrátölur, mælitölur og prófílar.
 • Tölulegar niðurstöður matslista (ADHD, SDQ og ASSQ auk CARS-ST ef beðið er um athugun einhverfueinkenna) – hrátölur, mælitölur og prófílar, sem sýna sterkar vísbendingar um hamlandi vanda barnsins yfir viðmiðunarmörkum (t.d. 1,5 staðalfráviki yfir meðaltali jafnaldra). 
 • Önnur gögn sem lýsa vanda og styðja þörf á nánari greiningu.

 

Sjá texta og myndrænt yfirlit um verklag við skimun, frumgreiningu og tilvísanir vegna ADHD. 

 

Nánari lýsingar á eiginleikum og notkun prófa og matslista fást í Matstækjalýsingar

 

Þjónustuteymi

Í framhaldi af greiningu er yfirleitt mælt með styðjandi úrræðum í skóla barnsins. Til að framkvæmd íhlutunar gangi vel og gagnist barninu sem best er góð samvinna milli foreldra og fagfólks skóla mikilvæg. Þannig samstarf þarf að vera reglubundið, markvisst og vel skilgreint.

 

Til að halda utan um vandaða vinnu vegna barnsins er sérstakt þjónustuteymi gagnlegt, þar sem skilgreint er:

 • Hverjir eru í teyminu og hver leiðir það.
 • Hvert hlutverk teymisins er.
 • Hvaða þjónustu barnið skuli fá í skólanum.
 • Hvernig eftirfylgd og endurmati verði háttað.
 • Fyrirkomulag funda og annarra þátta teymisstarfsins.

 

Til að auðvelda utanumhald helstu upplýsinga er gagnlegt að nota þar til gert skráningarblað

 

Teymi barnsins - skráningarblað

Greining

Greining - hvað og til hvers?

 

 • Greining er ferli athugana, prófana og viðtala auk upplýsingaöflunar frá öðru fagfólki.
 • Greining kortleggur styrkleika og veikleika barns í samhengi við umhverfisþætti.
 • Tilgangur greiningar er að svara hvort barn hefur frávik, hver og hve hamlandi þau eru og hvaða úrræði gætu gagnast.
 • Úrræði mælt með eftir greiningu geta verið aðgerðir sem styðja við nám, hegðun og líðan barns, einstaklings- eða hópfærniþjálfun barns og ráðgjöf, fræðsla og færniþjálfun foreldra. 
 • Árangur íhlutunar tengist því að greining fari fram fljótt eftir að vandi kemur fram. 
 • Fagfólk sem kemur að greiningu er t.d. barna/barna- og unglingageðlæknar, sálfræðingar, talmeinafræðingar, iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar. 
 • Fyrstu formlegu athuganir eftir að grunur vaknar um frávik nefnast frumgreining.
 • Nánari greining er þegar þörf er á víðtækari og sérhæfðari athugunum á vísbendingum sem frumgreining benti til.

Frumgreining

Frumgreining á við um fyrstu formlegu athuganir sem gerðar eru eftir að grunur vaknar um frávik í þroska, hegðun eða líðan barns og fer oftast fram á 1. þjónustustigi eða hjá sérfræðingum á stofu. 


Fyrsti grunur um frávik getur komið fram í skoðunum í ung- og smábarnavernd heilsugæslu. Ef áhyggjur vakna hjá foreldrum ættu þeir fyrst að leita til heilsugæslu, en hafi kennarar áhyggjur leita þeir til skólaþjónustu síns skóla, eftir samráð við foreldra og samstarfsfólk.   


Tilgangur frumgreiningar er að kortleggja stöðu og meta þörf á íhlutun og nánari greiningu. Því fyrr sem frávik greinast og íhlutun hefst, því meiri líkur eru á góðum árangri. Vitneskja um hver vandi barns er eykur skilning á þörfum þess, spáir fyrir um framtíðarhorfur og leiðbeinir um hvers konar úrræði gagnist best. 

 

Í framhaldinu er ráðlagt um úrræði í samræmi við niðurstöður t.d. stuðning eða sérkennslu í skóla, meðferð eða sértæka færniþjálfun fyrir barn og/eða ráðgjöf og fræðslu fyrir foreldra. 

Nánari greining

Nánari greining kemur til ef frumgreining gefur sterkar vísbendingar um eina eða fleiri raskanir sem þörf er á að kanna og skilgreina betur. Samhliða tilvísun í nánari greiningu þarf að tryggja að barn og foreldrar fái úrræði í samræmi við fyrri niðurstöður.

 

Nánari greining er ferli athugana, prófana og greiningarviðtala þar sem fleiri en einn fagaðili kemur við sögu. Hluti af greiningarferlinu er að afla upplýsinga frá foreldrum og kennurum, m.a. til að skoða breytingar yfir tíma og meta árangur íhlutunar sem þegar hefur verið reynd. 

 

Nánari greining getur staðfest eða hrakið vísbendingar um röskun og/eða leitt í ljós aðrar raskanir eða víðtækari vanda. Niðurstöðurnar nýtast til að skipuleggja heppilegasta innihald og framkvæmd áframhaldandi íhlutunar. Auk sérhæfðra úrræða í skóla er oft mælt með lyfjameðferð fyrir barn og ráðgjöf, sálfræðimeðferð, fræðslu og færniþjálfun fyrir barn og/eða foreldra.    

 

Ýmsar sérhæfðar stofnanir sinna nánari greiningu þroska- og hegðunarfrávika, svo sem ÞHS, BUGL og GRR. 

Matstæki sem notuð eru á Þroska- og hegðunarstöð eða sem þarf vegna tilvísana

Hegðun, ADHD

K-SADS greiningarviðtal

K-SADS er hálf staðlað greiningarviðtal, byggt á greiningarviðmiðum DSM-IV. Því er einkum ætlað að greina ofvirkniröskun, en jafnframt skima og skoða nánar aðra erfiðleika tengda hegðun og líðan hjá börnum og unglingum.

Athyglispróf Conners (CPT: Conners’ Continuous Performance Test) - Tölvuróf

CPT er tölvupróf sem metur hvernig 6 ára og eldri börnum gengur að stjórna og viðhalda athygli og halda aftur af hvatvísi. Í prófinu fylgist barnið með og bregst við bókstöfum sem birtast á tölvuskjá en þarf að halda aftur af svörun þegar einn tiltekinn stafur birtist. Prófið gefur upp ákveðnar líkur á hvort barn glími við athyglisbrest- og ofvirkni/hvatvísi (ADHD) með því að bera frammistöðu saman við svör bandarískra barna greind með ADHD og samanburðarhóp án ADHD.

Ofvirknikvarði (ADHD Rating Scale)

Með ADHD listanum eru metin einkenni um ofvirkni og athyglisbrest. Þau einkenni sem spurt er um samsvara greiningaratriðum í DSM-IV greiningarkerfinu. Svör foreldra og kennara eru borin saman við það sem vitað er um svör foreldra og kennara íslenskra og bandarískra barna og unglinga á aldrinum 4–16 ára.

Spurningalisti um styrk og vanda (SDQ: Strength and Difficulties Questionnaire)

SDQ listinn gefur vísbendingar um hegðun, tilfinningar og félagsleg samskipti barna 5 ára og eldri. Svör fullorðinna er þekkja barnið vel eru borin saman við svör foreldra og kennara íslenskra barna. Gefin eru heildarstig, auk þess sem stig fást fyrir undirkvarða sem taka til ofvirkni, erfiðleika í, tilfinningum og samskiptum við jafnaldra, auk hæfni í félagslegum samskiptum.

Kvíði, líðan

ADIS greiningarviðtal

ADIS er staðlað greiningarviðtal, byggt á greiningarviðmiðum DSM-IV. Því er einkum ætlað að greina kvíðaraskanir barna og unglinga, en jafnframt ofvirkni/hvatvísi og athyglisbrest, hegðunarvanda, mótþróa, depurð, og fleira.  

ÞHS gefur út viðtalshefti á íslensku og heldur ADIS námskeið fyrir fagfólk.

RCADS-foreldralisti (Revised Children´s Anxiety and Depression Scale-Caregiver Version)

RCADS foreldralistinn er ætlaður foreldrum barna og ungmenna á aldrinum 8-18 ára og metur kvíða og depurðareinkenni. Hann er samsettur af fimm kvörðum: Félagskvíði, Ofsakvíði, Aðskilnaðarkvíði, Almennur kvíði, Áráttu-þráhyggja og Depurð.

RCADS-sjálfsmatslisti (Revised Children´s Anxiety and Depression Scale-Youth Version)

RCADS sjálfsmatslistinn er ætlaður börnum og ungmennum á aldrinum 8-18 ára og metur kvíða og depurðareinkenni. Hann er samsettur af fimm kvörðum: Félagskvíði, Ofsakvíði, Aðskilnaðarkvíði, Almennur kvíði, Áráttu-þráhyggja og Depurð. 

Spurningalisti um depurð (CDI)  

Matslistinn er notaður við mat á depurðarvanda barna og unglinga 7–17 ára. Börnin svara listanum sjálf og eru í hverri spurningu beðin að velja eina setningu af þremur sem lýsir best hvernig þeim hefur liðið síðustu 2 vikurnar. Spurt um 5 meginþætti sem helst einkenna þunglyndi: Neikvætt skap, Samskiptavandamál, Vanvirkni, Leiða og Neikvætt sjálfsmat. 

Spurningalisti um fælni og kvíða (MASC)

MASC sjálfsmatslistinn metur kvíðaeinkenni barna og ungmenna 8–19 ára.  Hann er samansettur af fjórum kvörðum: Líkamleg einkenni (streita og líkamleg einkenni), Forðun (fullkomnunarárátta og bjargráð), Félagsfælni (frammistöðukvíði og ótti við niðurlægingu) og Aðskilnaður/felmtur (skyndileg ofsahræðsla eða hræðsla við aðskilnað/að vera einn).  

Dagleg færni, skyn- og hreyfiþroski

Spurningalisti um færni barna við daglega iðju (FBDI)

FBDI er spurningalisti um þátttöku og færni barna við ýmsar daglegar athafnir. Spurt er um þætti sem lúta að eigin umsjá, leik og tómstundaiðju, þátttöku í skólastarfi, skynjun og hreyfingum auk handbeitingar og fínhreyfivinnu. 

Færnipróf Millers (M-FUN: Miller function and participation scales) 

M-Fun er staðalbundið próf börn 2;6 til 7;11 ára. Prófið skiptist í tvö aldursbil (2;6-3;11 og 4;0-7;11) og er metur færni við að samhæfa Sjón og hreyfingar; Fínhreyfingar og Grófhreyfingar. Leggja má hlutana fyrir hvern fyrir sig eða alla saman. Niðurstöður fyrir hvern hluta eru settar fram í mælitölum og hundraðsröðum. Matslistar fyrir foreldra og kennara um þátttöku í heima- og skólaumhverfi fylgja matstækinu. Viðmið eru bandarísk.

Hreyfiþroskapróf fyrir börn (Movement ABC-2: Movement Assessment Battery for Children -2) 

M-ABC2 er staðalbundið hreyfiþroskapróf fyrir 3-16 ára börn Prófið skiptist í þrjú aldursbil (3-6; 7-10; 11-16). Metnir eru þrír þroskaþættir: Fínhreyfingar og fingrafimi, Sambeiting sjónar og hreyfinga, Jafnvægi í kyrrstöðu og á hreyfingu. Niðurstöður eru settar fram í staðaltölum (meðalgeta er 7-13) og hundraðsröð þar sem (miðgildi er 50). Viðmið eru bresk.

Birting skynjunar (SP: Sensory Profile2)

Matslistinn gefur mynd af skynúrvinnslu barna frá fæðingu til 14:11 ára. Metið er skynúrvinnslumynstur barna eins og það birtist við athafnir barna heima, í skóla eða í samfélaginu. Foreldrar eða kennarar merkja við tíðni viðbragða barns við ýmsum daglegum skynhlöðnum atburðum/áreitum. Niðurstöður gefa mynd af skynúrvinnslu barnsins og þörf fyrir aðlögun viðfangsefna og umhverfis. Matstækið er staðalbundið og viðmið eru bandarísk.

Birting skynjunar hjá unglingum og fullorðnum (Adolescent/Adult Sensory Profile, AASP)

Staðalbundinn sjálfsmatslisti fyrir aldurshópinn 11-65 ára eða eldri. Samanstendur af 60 staðhæfingum sem meta skynjun og skynúrvinnslu sem tengist daglegu lífi. Einstaklingur merkir við tíðni viðbragða við ýmsum daglegum skynhlöðnum atburðum/áreitum. Niðurstöður nýtast til að fá mynd af skynúrvinnslu viðkomandi og þörf fyrir aðlögun viðfangsefna og umhverfis. Matstækið er staðalbundið og viðmið eru bandarísk.   

Mat barns á eigin iðju (COSA: Child Occupation Self Assesment)

COSA er sjálfsmatslisti fyrir börn 8–17 ára og er ætlað að afla upplýsinga um upplifun barna á eigin iðju og hvernig umhverfið hefur áhrif á daglegar athafnir þeirra. Matslistinn gerir börnum kleift að láta í ljós skoðanir sínar á daglegum viðfangsefnum.

 

 

 

Einhverfueinkenni

ADOS-2 próf fyrir einhverfueinkenni (Autism Diagnostic Observation Schedule, 2. útgáfa)

ADOS-2 er staðlað matstæki sem byggir á beinni athugun á hegðun. Það metur tjáskipti, gagnkvæm félagsleg samskipti, áhugamál og hegðun þegar grunur er um röskun á einhverfurófi. Verkefni gera prófanda kleift að athuga hegðun sem skilgreind er sem mikilvæg fyrir greiningu raskana á einhverfurófi. Áherslan er m.a. á leik, samræður, spurningar sem snúa að félagsþroska og tilfinningum og atriði sem lúta að daglegu lífi auk verkefna s.s. að endursegja stutta sögu og búa til sögu úr hlutum. ADOS matstækið er í fjórum einingum (modules) sem hver tekur um 35‐40 mínútur í fyrirlögn. Einungis ein eining er lögð fyrir hvern skjólstæðing og val á einingu til fyrirlagnar fer eftir málfærni og aldri.

ADI-R greiningarviðtal fyrir einhverfu (Autism Diagnostic Interview)

ADI er kerfisbundið viðtal við foreldra eða umsjónaraðila til að greina einhverfu og tekur um -3 klukkustundir. Í viðtalinu er aflað upplýsinga um þroskasögu og einkenni einhverfu, bæði eins og einkenni eru í dag og við 4-5 ára aldur, þegar einkenni einhverfu eru oft mjög skýr. Atriðin ná yfir þrjú einkennasvið einhverfu sem skilgreind eru út frá DSM-IV og ICD-10, en þau eru; félagsleg samskipti; mál og tjáskipti og sérkennileg og áráttukennd hegðun. Viðtalið má nota frá tveggja ára þroskaaldri.

Spurningalisti um félagsleg tjáskipti (æviskeiðs-útgáfa) (SCQ)

SCQ er skimunarlisti sem lagður er fyrir foreldra eða forráðamenn barna eldri en fjögurra ára. Alls eru 40 spurningar sem snúa að einhverfurófseinkennum og svarmöguleikar eru já og nei. Mikilvægt er að listanum sé svarað af þeim sem best þekkir til þroskasögu barnsins og núverandi hegðunar. Niðurstöður eru túlkaðar út frá fjölda stiga og fari stig yfir 15 er það vísbending um mögulega einhverfurófsröskun. Listinn skal lagður fyrir og túlkaður af fagaðila sem hefur góða þekkingu á einhverfurófseinkennum.  

Vineland Adaptive Behaviour Scales – Second Edition (VABS-III), Survey Interview Form 

VABS-III er hálf staðlað viðtal til að meta aðlögunarfærni barna og unglinga með því að afla upplýsinga frá foreldrum. Aðlögunarfærni nær yfir tiltekna hegðun sem einstaklingur þarf að búa yfir til að eiga samskipti við aðra og leysa ýmis viðfangsefni  í daglegu lífi. Við úrvinnslu er tekið mið af aldri barnsins og færni borin saman við frammistöðu jafnaldra. Matstækið skiptist í fjögur megin svið: Boðskipti, Athafnir daglegs lífs, Félagsleg aðlögun. Viðmið eru bandarísk.

Matslisti um hegðun á einhverfurófi, útgáfa fyrir hátt standandi (CARS2-HF: Childhood Autism Rating Scale, Second Edition, High Functioning Version) 

CARS matslistinn er ætlaður einstaklingum sem eru eldri en 6 ára, með mælda heildartölu greindar 80 eða hærri og ágæta mállega færni. Listanum er svarað af fagaðila út frá eigin athugun á barni og upplýsingum frá foreldrum til að meta hvort hegðun barna líkist hegðun barna á einhverfurófi. M.a. eru metin samskipti barnsins, viðbrögð við umhverfinu og sérkenni í hreyfingum og háttalagi. Niðurstöður fást í stigum 15-60, þar sem hegðun sem samrýmist hegðun einhverfra barna mælist um og yfir 28 stig.

Skimlisti um einkenni á einhverfurófi  (ASSQ: Autism Spectrum Screening Questionnaire)

ASSQ listinn metur einkenni sem líkjast einkennum barna með Asperger heilkenni eða annan vanda á einhverfurófi. Á listanum  eru 27 atriði. Svarandi tekur afstöðu til þess hvort atriðin eigi við barnið eða ekki og hversu vel þau eigi við á kvarðanum 0, 1 og 2. Gjarnan eru fengin svör foreldra og kennara. Fari stigafjöldi hvers svaranda um og yfir 20 er mögulega um vanda á einhverfurófi að ræða og ef til vill ástæða til að meta nánar. Listinn er ætlaður við mat á börnum frá 6 ára aldri.

Vitsmunaþroski

Greindarpróf Wechslers fyrir börn - fjórða útgáfa (WISC-IVIS)

WISC-IVIS prófið veitir mikilvægar upplýsingar um vitsmunaþroska barna, 6:0 til 16:11 ára. Notuð eru tíu ólík undirpróf, þar sem leysa á ýmis verkefni sem reyna á almenna greind og sértækari þætti. Verkefni eru t.d. tengd orðaforða, röksemdafærslu, minni o.fl. Undirprófin flokkast í fjóra þætti, Málstarf, Skynhugsun, Vinnsluminni og Vinnsluhraða. Fyrir þessa þætti og heildarútkomu fást niðurstöður í mælitölum. Meðalgeta barna er á bilinu 85 til 115 þegar um mælitölur er að ræða en  fyrir stök undirpróf er meðal frammistaða á bilinu 7-13. Árangur barna er borinn saman við árangur íslenskra jafnaldra. 

Greindarpróf Wechslers fyrir leikskólaaldur (WPPSI-RIS)

WPPSI-RIS prófið er notað til að meta vitsmunaþroska barna, 3:0 til 7:3 ára. Í því eru tíu ólík undirpróf,  sem reyna á þekkingu, verklagni, orðaforða o.fl. Sum undirprófin krefjast málskilnings og málnotkunar. Önnur eru verkleg og leyst með því að handfjatla hluti, púsla og teikna. Niðurstöður (mælitölur) fást fyrir mál-, verk- og heildargetu. Meðalgeta barna er á bilinu 85 til 115 þegar um mælitölur er að ræða en 7-13 fyrir stök undirpróf. Árangur barna er borinn saman við árangur íslenskra jafnaldra.

Aðrir matskvarðar

Mat á starfshæfni barna (CGAS: Children´s Global Assessment Scale)

Alhliða matskvarði sem fagaðilar nota til að meta skerðingu á almennri starfshæfni barna á aldrinum 4–16 ára. Valin er stigatala á kvarðanum 1-100 sem er talin lýsandi fyrir starfshæfni barns undanfarinn mánuð. Ákveðnar lýsingar á starfshæfni liggja að baki tölunum. Lág tala gefur til kynna meiri skerðingu en há tala. 


Rannsóknir á ÞHS

Í gegnum tíðina hafa ýmsar rannsóknir verið gerðar á Þroska- og hegðunarstöðvar (ÞHS) eða starfsfólk ÞHS tekið þátt í rannsóknum í samstarfi við ýmsa aðila. 


Samstarfsaðilar hafa verið í háskólum bæði hérlendis og erlendis, en einnig hefur Íslensk erfðagreining unnið rannsóknir í tengslum við skjólstæðingahópa stöðvarinnar og í samstarfi við starfsfólk ÞHS. 

Greinar

Yfirlit yfir ritrýndar greinar starfsfólks ÞHS sem birst hafa í íslenskum og erlendum tímaritum. 

 

Bjornsson, B. G., Saemundsen, E., & Njardvik, U. (2019). A survey of Icelandic elementary school teachers’ knowledge and views of autism–Implications for educational practices. Nordic Psychology, 71(2), 81-92. 

 

Gísladóttir, G.Þ., Njarðvík, U., Hannesdóttir, D.K., & Halldórsson, F. (2014). Psychometric properties of the Icelandic version of the RCADS. Icelandic Journal of Psychology, 19, 71-80.

 

Guðmundsdóttir, H. R., Karlsson, Þ., & Ævarsdóttir, Þ. (2019). The psychometric properties of the Icelandic version of the Preschool anxiety scale-Revised (PAS-R). Nordic Psychology, 71(3), 218-232.

 

Gudmundsson, O. O., Walters, G. B., Ingason, A., Johansson, S., Zayats, T., Athanasiu, L., Sonderby, I.E., Gustafsson, O., Nawaz, M.S., Jonsson, G.F., Jonsson, L., Knappskog, P.M., Ingvarsdottir, E., Davíðsdóttir, K., Djurovic, S., Knudsen, G.P.S., Askeland, R.B., Haraldsdóttir, G., Baldursson, G., Magnússon, P., Sigurðsson, E., Guðbjartsson,, D.F, Stefánsson, H., Andreassen, O.A., Haavik, J., Reichborn-Kjennerud, T., & Stefansson, K. (2019). Attention-deficit hyperactivity disorder shares copy number variant risk with schizophrenia and autism spectrum disorder. Translational psychiatry, 9(1), 1-9.

 

Hannesdottir, D.K., Halldorsson, F., Helgadottir, D.J., & Thorisdottir, S. (2018). Psychometric properties of the Icelandic version of the BRIEF questionnaire and executive functions among children with ADHD in the OutSMARTers program. Icelandic Journal of Psychology, 23, 53-66.

 

Hannesdottir, D.K., Ingvarsdottir, E., & Bjornsson, A.S. (2017). The OutSMARTers program for children with ADHD: A pilot study on the effects of social skills, self-regulation and executive function training. Journal of Attention Disorders, 21 (4), 353-364. https://doi.org/10.1177/1087054713520617

 

Hannesdottir, D.K. & Ollendick, T.H. (2017). Emotion regulation in children with anxiety: Developmental psychopathology and treatment.  In C. Essau, S. Leblanc & T.H. Ollendick (Eds.), Emotion regulation and psychopathology in children and adolescents. Oxford: Oxford University Press.  

 

Hannesdottir, D.K., Sigurjonsdottir, S.B., Njardvik, U., & Ollendick, T.H. (2018). Do youth with separation anxiety disorder differ in anxiety sensitivity from youth with other anxiety disorders? Child Psychiatry and Human Development, 49, 888-896.

 

Haraldsdóttir, G.H., Hannesdóttir, D.K., Brynjarsdóttir, B.L., & Jensen, L. (2014). Parenting that works: A study on the effects of a parenting program in Iceland. Icelandic Journal of Psychology, 19, 57-69. 

 

Jónsdóttir, H., Agnarsdóttir, H., Jóhannsdóttir, H., Smárason, O., Harðardóttir, H. H., Højgaard, D., & Skarphedinsson, G. (2021). Parent-youth agreement on psychiatric diagnosis and symptoms: results from an adolescent outpatient clinical sample. Nordic Journal of Psychiatry, 0(0), 0.

 

Jonsdottir, S. L., Saemundsen, E., Gudmundsdottir, S., Haraldsdottir, G. S., Palsdottir, A. H., & Rafnsson, V. (2020). Implementing an early detection program for autism in primary healthcare: Screening, education of healthcare professionals, referrals for diagnostic evaluation, and early intervention. Research in Autism Spectrum Disorders, 77, 101616.

 

O’Connell, K. S., Shadrin, A., Bahrami, S., Smeland, O. B., Bettella, F., Frei, O., Krull, F., Askeland, R.B., Walters, G.B., Davíðsdóttir, K., Haraldsdóttir, G. Guðmundsson, Ó.Ó., Stefánsson, H., Fan, C.C., Steen, N.E., Reichborn-Kjennerud, T., Dale, A.M., Stefánsson, K., Djurovic, S., & Andreassen, O. A. (2019). Identification of genetic overlap and novel risk loci for attention-deficit/hyperactivity disorder and bipolar disorder. Molecular psychiatry, 1-11.

 

O’Connell, K. S., Shadrin, A., Smeland, O. B., Bahrami, S., Frei, O., Bettella, F., Krull, F., Fan, C.C., Askeland, R.B., Knudsen, G.P., Halmoy, A., Steen, N.E., Ueland, T., Walters, G.B., Davíðsdóttir, K., Haraldsdóttir, G., Guðmundsson, Ó.Ó., Stefánsson, H., & Andreassen, O. A. (2020). Identification of genetic loci shared between attention-deficit/hyperactivity disorder, intelligence, and educational attainment. Biological psychiatry, 87(12), 1052-1062.

 

Olafsdottir, Þ., Weidle, B., Ivarsson, T., Højgaard, D., Melin, K., Nisse, J. B., Torp, N. C., Thomsen, P. H., & Skarphedinsson, G. (2022). Body Dysmorphic Symptoms in Youth with Obsessive‐compulsive Disorder: Prevalence, Clinical Correlates, and Cognitive Behavioral Therapy Outcome. Child Psychiatry and Human Development.

 

Mitchison, G.M., Liber, J.M., Hannesdottir, D.K., & Njardvik, U. (2020). Emotion dysregulation, ODD and conduct problems in a sample of five and six-year-old children. Child Psychiatry and Human Development, 51, 71-79.

 

Ragnarsdottir, B., Hannesdottir, D. K., Halldorsson, F., & Njardvik, U. (2018). Gender and Age Differences in Social Skills Among Children with ADHD: Peer Problems and Prosocial Behavior. Child and Family Behavior Therapy, 1-16.

Fannst þér efnið hjálplegt?

Rusl-vörn


Af hverju ekki?

Rusl-vörn