Snillingarnir - leiðbeinendanámskeið

Farið verður ítarlega í innihald Snillinganámskeiðsins, framkvæmd og útfærslu þess, jákvæða hegðunarstjórnun.

Kröfur um menntun og hæfni þátttakenda:

Leiðbeinendanámskeiðið er einungis ætlað uppeldismenntuðu fagfólki (kennurum, sérkennurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, o.fl.). Reynsla af að vinna með börnum með sérþarfir er æskileg. Ef þið hafið hug á að setja upp námskeiðið á ykkar vinnustað þarf að gera ráð fyrir að það komi tveir aðilar á leiðbeinendanámskeiðið.

Tímasetning: 

Ekki er komin tímasetning fyrir næsta námskeið

Staðsetning:

Geðheilsumiðstöð barna, Vegmúla 3, 108 Reykjavík, sími 513-6600

Verð:

29.500 kr. árið 2022. Innifalið eru námskeiðsgögn fyrir leiðbeinendur,  myndaspil og kaffiveitingar.

Frekari upplýsingar á namskeid.gmb@heilsugaeslan.is

Upplýsingar um nýtt námskeiðsefni

Nú þegar Snillingarnir 2. útgáfa er komin út geta þeir fagaðilar sem hafa áður sótt leiðbeinendanámskeið keypt uppfærðu námskeiðsgögnin. Til þess að nálgast gögnin þarf að senda upplýsingar um nafn leiðbeinanda og hvenær leiðbeinendanámskeið var sótt á namskeid.gmb@heilsugaeslan.is.

Nýr námskeiðspakki inniheldur:

1 leiðbeinendamappa, 1 nýtt tilfinningamyndaspil og rafrænn aðgangur að öllum námskeiðsgögnum

Kr. 10.000

Hægt verður að kaupa stakar leiðbeinendamöppur til viðbótar við heildarpakkann Kr. 4.500 stk.

 

Um Snillinganámskeiðið

  Á námskeiðinu, sem er 15 klukkustundir (1.5 tímar í senn, 2 skipti í viku í 5 vikur alls) læra börnin félagsfærni, tilfinningastjórnun, að leysa vandamál, aukna sjálfsstjórn og bætta skipulags- og athyglisfærni. Hverjum námskeiðshópi er stýrt af alla vega tveimur þjálfurum og er gert ráð fyrir 6 börnum í hverjum hópi. Námskeiðið er sett upp sem stöðvaþjálfun og umbunarkerfi er innbyggt inn í námskeiðið þannig að börnin vinna sér inn stig á hverri stöð með jákvæðri endurgjöf. 

Þróun námskeiðsins

Námskeiðið var samið af sálfræðingum og iðjuþjálfa á Geðheilsumiðstöð barna og byggir á hugrænni atferlismeðferð fyrir börn og erlendum rannsóknum á þroskaferlum barna. Athugun á árangri námskeiðsins hefur leitt í ljós bætta félagsfærni, minni vanlíðan, aukna tilfinningastjórnun, minni athyglisvanda o.fl. eftir námskeiðið.