Almennt um foreldranámskeiðið
Námskeiðið Klókir litlir krakkar miðar að því að fræða og kenna foreldrum leiðir til að takast á við kvíðahegðun og auka sjálfstraust barna sem eru ofurvarkár, feimin og farin að sýna fyrstu einkenni kvíða. Námskeiðið nær yfir 8 vikur og samanstendur af sex skiptum, 120 mínútum í senn. Foreldrar mæta án barnanna en gera æfingar og verkefni heima á milli tíma. Í tímum er auk fræðslu farið jafn óðum yfir markmið og árangur og foreldrum veitt ráðgjöf og stuðningur við áframhaldandi vinnu með börnunum.
Þróun námskeiðsins
Námskeiðið var þróað við Macquarie háskólann í Ástralíu af Ronald M. Rapee o.fl. og er fyrsta snemmtæka íhlutunarnámskeiðið fyrir kvíðin leikskólabörn sem rannsakað hefur verið og sýnt að beri árangur