Klókir litlir krakkar - leiðbeinendanámskeið

Leiðbeinendanámskeið fyrir sálfræðinga. Á námskeiðinu er kynnt foreldranámskeiðið Klókir litlir krakkar (Cool Little Kids) sem er fyrir foreldra kvíðinna barna á aldrinum 3-6 ára. 

Í kjölfar námskeiðs geta þátttakendur sjálfir haldið námskeið fyrir foreldra og notað þar til gerð námskeiðsgögn sem eru höfundarréttarvarin.

Hagnýtar upplýsingar um námskeiðið

Leiðbeinendanámskeiðið er ætlað sálfræðingum sem vinna með börnum, sérstaklega á leikskólaaldri. Æskilegt er að þátttakendur hafi nokkurra ára starfsreynslu í sálfræðivinnu með börnum og foreldrum og hafi þekkingu á kvíða. Þá þarf að hafa ráðrúm til að vinna heimaverkefni milli námskeiðsdaga. 

Námskeiðið er samtals tíu tímar á tveimur samliggjandi dögum, annan daginn kl. 13:00 - 16:00 og hinn 9:00 - 16:00.

  • Tímasetning: 16. og 17. nóvember 2023
  • Námskeiðsstaður er Geðheilsumiðstöð barna, Vegmúli 3, 108 Reykjavík. 
  • Námskeiðsgjald er 36.500 kr. árið 2023 - námskeiðs- og kennslugögn á leiðbeinendanámskeiðinu ásamt kaffiveitingum eru innifalin.
  • Skráning á námskeiðin

Leiðbeinendur eru sálfræðingar á Geðheilsumiðstöð barna.

Nánari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurn á namskeid.gmb@heilsugaeslan.is

 

Almennt um foreldranámskeiðið

Námskeiðið Klókir litlir krakkar miðar að því að fræða og kenna foreldrum leiðir til að takast á við kvíðahegðun og auka sjálfstraust barna sem eru ofurvarkár, feimin og farin að sýna fyrstu einkenni kvíða. Námskeiðið nær yfir 8 vikur og samanstendur af sex skiptum, 120 mínútum í senn. Foreldrar mæta án barnanna en gera æfingar og verkefni heima á milli tíma. Í tímum er auk fræðslu farið jafn óðum yfir markmið og árangur og foreldrum veitt ráðgjöf og stuðningur við áframhaldandi vinnu með börnunum.

Þróun námskeiðsins

Námskeiðið var þróað við Macquarie háskólann í Ástralíu af Ronald M. Rapee o.fl. og er fyrsta snemmtæka íhlutunarnámskeiðið fyrir kvíðin leikskólabörn sem rannsakað hefur verið og sýnt að beri árangur