Ertu að tengja? Uppeldi, tengsl og foreldrahlutverkið

Um námskeiðið

Námskeiðið Ertu að tengja? Uppeldi, tengsl og foreldrahlutverkið er ætlað foreldrum 1-5 ára barna.

Námskeiðið miðar að því að:

  • fræða foreldra um tengslamyndun og samskipti
  • mæta barni á viðeigandi hátt út frá þroskastigi 
  • hjálpa foreldrum að efla eigið tilfinningalæsi og barna sinna
  • fara yfir gagnlegar leiðir til að hjálpa foreldrum að styrkja sig í foreldrahlutverkinu

Umsjón

Námskeiðið er á vegum Geðheilsumiðstöðvar barna. Þetta er nýtt námskeið sem er enn í þróun.

Umsjón með námskeiðinu hafa:

  • Ásgerður Arna Sófusdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur

Nánari upplýsingar má fá í tölvupósti namskeid.gmb@heilsugaeslan.is

Fyrirkomulag

Hvert námskeið er 5 klukkustundir alls. Hóptímar eru á þriðjudagskvöldum frá 19.30 til 22:00, 2 vikur í röð og svo er eftirfylgdarviðtal 2 til 3 vikum síðar.

Í eftirfylgdinni fá foreldrar einstaklingsviðtal með öðrum leiðbeinandanum og fá aðstoð við að sjá betur hvernig verkfæri námskeiðsins nýtast fjölskyldunni.

Rík áhersla er lögð á umræður og virka þátttöku foreldra til að tryggja að efnið nýtist hverjum og einum sem best. Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að samskiptum foreldra og barna.

Dagsetningar og skráning

Staðnámskeið: Námskeiðið er haldið í Geðheilsumiðstöð barna, Vegmúla 3, 108 Reykjavík.

Fjarnámskeið: Hugsað fyrir fólk sem er búsett utan höfuðborgarsvæðisins og hefur ekki tök á því koma á staðnámskeið. Kennt er á rauntíma. Námskeiðið er ekki tekið upp. Þátttakendur fá sendan hlekk á Teams áður en námskeið hefst. 

Næstu námskeið:

Staðnámskeið: 

  • Haust 2024

Fjarnámskeið:

  • Haust 2024

Eftirfylgdarviðtal er 2 til 3 vikum síðar. 

Mikilvægt er að foreldrar geti mætt í báða tímana og mælt er með því að báðir foreldrar sæki námskeiðið. Ef foreldri er einstætt er mælt með að annar nákominn umönnunaraðili sæki jafnframt námskeiðið.

Verð vegna námskeiðsgagna er 4000 kr.

Skráningarsíða