Mikilvægi fyrstu tengsla

Barn verður til - og foreldrar líka!

Námskeið fyrir verðandi foreldra í boði Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur, haldið á vegum Geðheilsumiðstöðvar barna -  Fjölskylduteymi 0-5 ára

Fjölskylduteymi 0-5 ára býður verðandi foreldrum upp á tengslamiðað námskeið þar sem m
eðal annars er fjallað um:

  • Áhrif reynslu foreldra úr eigin uppeldi
  • Samskipti og tengslamyndun
  • Þroska barna, grát þeirra og svefn
  • Líðan foreldra í barneignaferli og parasamskipti

Allir verðandi foreldrar eru velkomnir með maka, vin eða öðrum stuðningsaðila. 

Heppilegur tími til að hefja námskeið er eftir 25. viku. Mikilvægt er að skuldbinda sig til að mæta í alla tímana.

Umsjón með námskeiðinu hafa:
  • Fríður Guðmundsdóttir, sálfræðingur
  • Soffía Bæringsdóttir, fjölskyldufræðingur og doula

 

Nánari upplýsingar á namskeid.gmb@heilsugaeslan.is

Fyrirkomulag

Námskeiðið er þrjú skipti og kennt er í tvær klukkustundir í senn.

Tími 1: Að eiga von á barni og barnið í móðurkviði
Tími 2: Fyrstu vikurnar eftir fæðingu og tjáning barnsins
Tími 3: Foreldrahlutverkið og parasamskipti


Námsefni er bókin Fyrstu 1000 dagarnir sem þátttakendur fá að gjöf frá Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur.

Næstu námskeið

  • 17. apríl - 8. maí frá kl. 16:00 - 18:00 (ekki kennsla 1. maí)

Námskeiðið er haldið hjá Geðheilsumiðstöð barna, Vegmúla 3, 108 Reykjavík.

Skráning

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Nauðsynlegt er að skrá báða aðila

Skráning á námskeiðið: Barn verður til fyrir foreldrapar