Þönglabakka 1, 109 Reykjavík
Sími: 513-5150Fax: 513-5151

Almennur þjónustutími

Alla virka daga kl. 8:00-12:00 og kl.12:45-16:00
Sumarlokun ÞHS er frá 16. júlí til og með 7. ágúst

Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) veitir þjónustu vegna barna sem glíma við frávik eða aðra erfiðleika í þroska, hegðun eða líðan. Sinnt er greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna raskana hjá börnum að 18 ára aldri.

Reglulegt faglegt samstarf er við aðra mennta-, félags- og heilbrigðisþjónustu víðsvegar um landið.

Starfshópurinn er þverfaglegur og vinnur eftir markvissu skipulagi með mestu faglegu gæði að leiðarljósi. Áhersla er lögð á notalegt viðmót og einstaklingsmiðaða nálgun. Lágmarksgjald er innheimt fyrir námskeið, en að öðru leyti er þjónustan gjaldfrjáls.

Kynningarbæklingur ÞHS fæst hér á vefnum, á heilsugæslustöðvum og víðar. Nánari upplýsingar um þjónustuna finnast undir viðeigandi fyrirsögnum vinstra megin á þessari síðu. Einnig má hafa samband í síma 513 5150 eða senda fyrirspurn með tölvupósti.

The Centre for Child Development and Behaviour (CCDB): Information in English

11.07.2018 10:33

Sumarlokun Þroska- og hegðunarstöðvar

Að venju verður lokað vegna sumarleyfa á Þroska- og hegðunarstöð frá miðjum júlí og fram yfir verslunarmannahelgi, þ.e. frá 16. júlí til og með 7.ágúst.
Nánar
19.01.2018 09:16

Heimsókn heilbrigðisráðherra

Í gær, fimmtudaginn 18. janúar, heimsótti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fjórar starfstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) ásamt framkvæmdastjórn HH og...
Nánar

Hlutverk

Styrktarsjóður Þroska- og hegðunarstöðvar hefur það hlutverk að styðja við starfsemi Þroska- og hegðunarstöðvar (ÞHS) og auka möguleika stöðvarinnar á að veita börnum með þroska-, hegðunar- og geðraskanir og foreldrum þeirra bestu mögulegu þjónustu á hverjum tíma. 

Tilgangi sínum hyggst sjóðurinn ná með að leita eftir, afla og taka á móti styrkjum frá einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum. Styrkir verða notaðir til að kosta meðferðarúrræði fyrir foreldra og börn, tækjakaup eða vinnuframlag í þágu tiltekinna brýnna verkefna. 

Félagsaðild

Allir sem hafa áhuga á forvarnar- og meðferðarstarfi fyrir börn sem glíma við hegðunar-, tilfinninga- og geðvanda geta fengið aðild að félaginu. Áhugasamir geta sent tölvupóst til Þroska- og hegðunarstöðvar til að óska eftir að ganga í félagið. Sömuleiðis má fá frekari upplýsingar um sjóðinn, ef óskað er.

Viltu styðja?

Ef þú vilt styrkja Styrktarsjóð ÞHS getur þú lagt inn á reikning 537-26-490315 (kt. 490315-1600).

Með því að merkja við að senda tölvupóst á netfangið throski@heilsugaeslan.is tryggir viðkomandi að fá senda staðfestingu á móttöku styrks og þakkarbréf.

Allir styrkir, stórir eða smáir, koma að gagni og fara óskiptir í að styðja starf ÞHS. Yfirlit yfir nýtingu styrkja er birt eftir aðalfund ár hvert. Allur stuðningur er þeginn með þökkum.

  • Nánari upplýsingar: 

Lög Styrktarsjóðs Þroska- og hegðunarstöðvar