Almennar upplýsingar

icon

Opnunartími 8:00 til 16:00.



icon

Tilvísanir



Vegna beiðna um þjónustu fyrir börn þarf tilvísanir frá fagfólki

Hefur þú ábendingar um þjónustu Geðheilsumiðstöðvar barna?

Hægt að senda inn ábendingar, athugasemdir eða hrós vegna þjónustunnar á netfangið: abendingar.gmb@heilsugaeslan.is

 

Þetta á eingöngu við um þau sem eru eða hafa verið í þjónustu á Geðheilsumiðstöð barna. Sendið fyrirspurnir vegna stöðu á biðlista á netfangið: inntaka@heilsugaeslan.is 

Þverfagleg þjónusta

Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir fjölskyldur með börn frá meðgöngu að 18 ára aldri. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga ásamt því að styðja við tengslamyndun foreldra og barna frá 0-5 ára.

 

Þverfaglegur starfshópur vinnur eftir markvissu skipulagi með fagleg gæði að leiðarljósi. Áhersla er á gott viðmót og fjölskyldumiðaða þjónustu. GMB á reglulegt samstarf við þjónustuveitendur víðsvegar um landið og sinnir starfsþjálfun háskólanema á sviðinu. 

 

Þátttakendur greiða fyrir námskeið, að öðru leyti er þjónustan gjaldfrjáls.

Námskeið fyrir foreldra og börn

Geðheilsumiðstöð barna heldur fræðslu- og meðferðarnámskeið fyrir foreldra og börn.

 

Barn verður til - og foreldrar líka!

Tengslamiðað námskeið fyrir verðandi foreldra.
Meira um námskeiðið

 

Ertu að tengja? Uppeldi, tengsl og foreldrahlutverkið

Námskeiðið er ætlað foreldrum 1-5 ára barna.
Meira um námskeiðið

 

Svefnfræðsla fyrir foreldra grunnskólabarna.

Fræðslan er á myndbandi.
Meira um námskeiðið


Uppeldi barna með ADHD
Fyrir foreldra barna með hamlandi ADHD einkenni.
Meira um námskeiðið 

 

Snillingarnir
Fyrir 9 - 12 ára börn sem greinst hafa með ADHD.
Meira um námskeiðið 
 


Meðferð fyrir unglinga með OCD

Fyrir foreldra og unglinga á aldrinum 13 - 18 ára.
Meira um námskeiðið

 

EDAM námskeið fyrir einhverfa unglinga
Fyrir 13 til 16 ára unglinga á einhverfurófi
Meira um námskeiðið

 

Fræðsla fyrir foreldra einhverfra barna og unglinga
Meira um námskeiðið

 

Leiðbeinendanámskeið fyrir fagfólk

Reglulega er boðið er upp á námskeið fyrir fagfólk sem vill öðlast réttindi til að vera leiðbeinendur á námskeiðum sem Geðheilsumiðstöð barna hefur þróað.

 

Klókir litlir krakkar - Leiðbeinendanámskeið
Nánari upplýsingar

 

Snillingarnir - Leiðbeinendanámskeið
Nánari upplýsingar


Uppeldi barna með ADHD - Leiðbeinendanámskeið
Nánari upplýsingar

Önnur námskeið fyrir fagfólk

ADIS Námskeið fyrir fagfólk

ADIS kvíðagreiningarviðtalið fyrir börn er notað af fagfólki um allan heim. GMB stendur reglulega fyrir námskeiði um notkun viðtalsins.
Meira um námskeiðið

Greiningarteymin

Greiningarteymin (yngri barna 6-12 ára og eldri barna 13-18 ára) sinna nánari greiningu barna og unglinga að 18 ára aldri ef sterkar vísbendingar eru um athyglisbrest, ofvirkni (ADHD) eða skyldar raskanir, svo sem tilfinningavanda, hegðunarerfiðleika, samskiptavanda eða hamlandi einkenni einhverfurófs.

Viðmið er að greind sé almennt yfir viðmiðum um þroskahömlun og fötlun af þeim sökum. Ef helstu áhyggjur snúa að greindarskerðingu, málþroskaröskun eða sértækum námserfiðleikum heyrir málið undir skólaþjónustu en ekki GMB. Ekki skal vísa börnum í nánari greiningu ef þau eru þegar á biðlista hjá öðrum greiningaraðilum.

Skilyrði fyrir tilvísun í greiningu er að frumgreining hafi bent til vanda sem veldur hömlun í daglegu lífi og að mælt hafi verið með markvissri íhlutun. Ef frumgreining gefur til kynna að vandinn sé vægur eða miðlungs alvarlegur skal fyrst láta reyna á úrræði í nærumhverfi og endurmeta stöðuna eftir um 6 til 12 mánuði.

Ráðgjafar- og meðferðarteymi

Ráðgjafar- og meðferðarteymi veita ráðgjöf og meðferð til barna, unglinga og fjölskyldna þeirra sem glíma við geðheilsuvanda sem krefst aðkomu þverfaglegs teymis. Einnig veitir teymið ráðgjöf til fagaðila og annarra þjónustuaðila á landsvísu.

Mælst er til að forvinna hafi átt sér stað og reynt hafi verið á úrræði í nærumhverfi áður en vísað er í ráðgjöf og/eða meðferð á GMB.

Teymið er hugsað fyrir börn með 2.stigs geðheilsuvanda sem þurfa þverfaglega aðkomu teymis og fjölskyldur þeirra. Það er að segja börn sem þurfa meiri þjónustu en 1. stigs heilbrigðisþjónusta getur veitt og eru ekki í þörf fyrir sérhæfða 3. stigs þjónustu eða bráða þjónustu.    

Þjónustan er takmörkuð við ákveðin tíma og miðar að því að tengja einstaklinga og fjölskyldur við aðra þjónustu í nærumhverfi eða í aðra viðeigandi þjónustu ef þörf er á.

 

Fjölskylduteymi

Fjölskylduteymið veitir þjónustu til verðandi foreldra og foreldra ungra barna (0-5 ára) sem þurfa tengslaeflandi meðferð m.a. vegna eigin vanlíðunar, flókins og/eða fjölþætts vanda. Einnig ef áhyggjur eru af líðan eða þroska barns.

 

Fjölskylduteymið er fyrir þá sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu á meðgöngu og eftir fæðingu en er veitt á heilsugæslustöðvum.

 

Markmiðið með aðkomu teymis er:

  • Að efla örugga tengslamyndun á milli foreldra og barns.
  • Að foreldrar greini eigin líðan og reynslu frá líðan og reynslu barnsins og bregðist við á viðeigandi hátt.

Grunnhugmyndafræði teymisins byggir á tengslaeflandi nálgun. Meðferð er aðlöguð að þörfum þjónustuþega og notast er við gagnreyndar tengslaeflandi meðferðir og innan teymis er sérþekking ólíkra fagstétta.

Tilvísanir til GMB

Fagaðilar í heilbrigðis-, fjölskyldu-, skóla- og félagsþjónustu geta vísað börnum að uppfylltum skilyrðum um forvinnu.

 

Beiðnir skulu berast á þar til gerðu tilvísunareyðublaði ásamt  öðrum fylgigögnum. 

 

Ef óvissa er um þörf á aðkomu GMB má leita samráðs í tölvupósti (gedheilsumidstod.barna@heilsugaeslan.is) eða símleiðis (513-6600).

Leiðbeiningar um gerð tilvísana

Ferli eftir tilvísun

Eyðublöð og gagnasending

Tilvísun til greiningarteymis eða ráðgjafar- og meðferðarteymis

Nánari lýsingar á eiginleikum og notkun prófa og matslista fást í flipanum Matstækjalýsingar

Fagaðilar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) geta sent tilvísanir í gegnum sjúkraskárkerfið Sögu.

 

Tilvísun til fjölskylduteymis

Heilbrigðisstarfsfólk sendir tilvísun rafrænt í gegnum Sögu.

Annað fagfólk, sem hefur ekki aðgang að Sögukerfinu, notar þetta eyðublað.

 

Örugg gagnaskil

Tilvísanir sem ekki er hægt að senda í gegnum Sögu skal senda rafrænt í gegn um Signet Transfer. Smella á tengilinn hér fyrir neðan, skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, velja fyrirtæki Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis, svo hópinn Geðheilsumiðstöð barna - tilvísanir og draga skjal inn á viðeigandi reit. Þetta á við um allar tilvísanir sem senda á til GMB, óháð því teymi sem vísað er til.

Rétt þjónusta á réttum stað

GMB hefur heimild til að vísa máli frá komi í ljós við inntöku að meðferð máls eigi heima í öðrum kerfum eða sé í vinnslu annarsstaðar og þjónusta GMB muni ekki koma til með að bæta við þá þjónustu.

GMB er 2. línu geðheilbrigðisþjónusta og því mikilvægt að reynt hafi verið á úrræði og þjónustu í 1. línu áður en til meðferðar kemur hjá miðstöðinni. Ef metið er við innritun máls að ekki hafi reynt á inngrip í 1. línu er GMB heimilt að vísa máli frá.

Greining - hvað og til hvers?

  • Greining er ferli athugana, prófana og viðtala auk upplýsingaöflunar frá öðru fagfólki.
  • Greining kortleggur styrkleika og veikleika barns í samhengi við umhverfisþætti.
  • Tilgangur greiningar er að svara hvort barn hefur frávik, hver og hve hamlandi þau eru og hvaða úrræði gætu gagnast.
  • Úrræði mælt með eftir greiningu geta verið aðgerðir sem styðja við nám, hegðun og líðan barns, einstaklings- eða hópfærniþjálfun barns og ráðgjöf, fræðsla og færniþjálfun foreldra.
  • Þverfaglegur hópur fagaðila kemur að greiningu GMB.
  • Fyrstu formlegu athuganir eftir að grunur vaknar um frávik nefnast frumgreining.
  • Nánari greining er þegar þörf er á víðtækari og sérhæfðari athugunum með tilliti til niðurstöðu frumgreiningar.

Frumgreining

Frumgreining á við um fyrstu formlegu athuganir sem gerðar eru eftir að grunur vaknar um frávik í þroska, hegðun eða líðan barns og fer oftast fram á 1. þjónustustigi eða hjá sérfræðingum á stofu. 

 

Fyrsti grunur um frávik getur komið fram í skoðunum í ung- og smábarnavernd heilsugæslu. Ef áhyggjur vakna hjá foreldrum ættu þeir fyrst að leita til heilsugæslu, en hafi kennarar áhyggjur leita þeir til skólaþjónustu síns skóla, eftir samráð við foreldra og samstarfsfólk.   

 

Tilgangur frumgreiningar er að kortleggja stöðu og meta þörf á íhlutun og nánari greiningu. Því fyrr sem frávik greinast og íhlutun hefst, því meiri líkur eru á góðum árangri. Vitneskja um hver vandi barns er eykur skilning á þörfum þess, spáir fyrir um framtíðarhorfur og leiðbeinir um hvers konar úrræði gagnist best. 

 

Í framhaldinu er ráðlagt um úrræði í samræmi við niðurstöður t.d. stuðning eða sérkennslu í skóla, meðferð eða sértæka færniþjálfun fyrir barn og/eða ráðgjöf og fræðslu fyrir foreldra.

Nánari greining

Nánari greining kemur til ef frumgreining gefur sterkar vísbendingar um eina eða fleiri raskanir sem þörf er á að kanna og skilgreina betur. Samhliða tilvísun í nánari greiningu þarf að tryggja að barn og foreldrar fái úrræði í samræmi við fyrri niðurstöður.

 

Nánari greining er ferli athugana, prófana og greiningarviðtala þar sem fleiri en einn fagaðili kemur við sögu. Hluti af greiningarferlinu er að afla upplýsinga frá foreldrum og kennurum, m.a. til að skoða breytingar yfir tíma og meta árangur íhlutunar sem þegar hefur verið reynd.

 

Nánari greining getur staðfest eða hrakið vísbendingar um röskun og/eða leitt í ljós aðrar raskanir eða víðtækari vanda. Niðurstöðurnar nýtast til að skipuleggja heppilegasta innihald og framkvæmd áframhaldandi íhlutunar. Auk sérhæfðra úrræða í skóla er oft mælt með lyfjameðferð fyrir barn og ráðgjöf, sálfræðimeðferð, fræðslu og færniþjálfun fyrir barn og/eða foreldra.    

 

Ýmsar sérhæfðar stofnanir sinna nánari greiningu þroska- og hegðunarfrávika, svo sem GMB, BUGL og GRR.

 

Matstæki sem notuð eru á GMB eða sem þarf vegna tilvísana

Kvíði, líðan - Matstæki

Hegðun, ADHD - Matstæki

Dagleg færni, skyn- og hreyfiþroski - Matstæki

Einhverfueinkenni - Matstæki

Vitsmunaþroski - Matstæki

Aðrir matskvarðar

Starfsfólk