HH í tölum

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) rekur 15 heilsugæslustöðvar og fimm starfstöðvar sem sjá um sérþjónustu. Við tökum tölfræðiupplýsingar um þjónustusamskipti á þessum stöðum úr sjúkraskárkerfinu Sögu. 

Einnig eru skólahjúkrunarfræðingar í öllum grunnskólum, en þjónusta við nemendur er skráð í sjúkraskrárkerfið Ískrá.

Ársskýrslur

Í ársskýrslunum eru meðal annars upplýsingar um rekstur, ársverk og skráð samskipti á heilsugæslustöðvum og öðrum starfsstöðvum.

Ársskýrsla HH 2018 - útgefin 28. maí 2019

Eldri ársskýrslur:

Ársskýrslur frá því fyrir 2000 eru ekki til á rafrænu formi en þær má nálgast á Bókasafni HH.

Tölfræðin - fréttaflokkur

Vikulega vekjum við athygli á áhugaverðum tölum um starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Fréttamynd

21.10.2019

Skólabörnin bólusett - tölfræðin

Vissir þú að grunnskólanemendur njóta þjónustu heilsugæslunnar og það starfa skólahjúkrunarfræðingar í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins? Síðastliðinn vetur voru 28.936 nemendur í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og það voru 71 hjúkrunarfræðingur í tæplega 40 stöðugildum sem sinntu heilsuvernd skólabarna. ... lesa meira

Sjá allar fréttir

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?