Í hóptímanum er farið yfir ólíkar tegundir getnaðarvarna, verkun þeirra og áhrif á líkamann.
Stuðningur í mikilvægum verkefnum
Stuðningur í mikilvægum verkefnum
Fræðsla um getnaðarvarnir
Fræðsla um brjóstagjöf
Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði brjóstagjafar sem gott er að fræðast um áður en barn fæðist.
Undirbúningur fæðingar
Markmið námskeiðs er að efla sjálfstraust og sjálfshjálp verðandi foreldra í fæðingu, að verðandi foreldrar verði virkir þátttakendur í fæðingunni og styrkja jákvætt hugarfar gagnvart fæðingunni og foreldrahlutverkinu.
Barn verður til - og foreldrar líka!
Tengslamiðað námskeið fyrir verðandi foreldra um áhrif reynslu foreldra úr eigin uppeldi, samskipti og tengslamyndun, mikilvægi fyrstu tengsla, líðan foreldra í barneignaferli, þroska barna, grát þeirra og svefn.
Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar
Fyrir foreldra ungra barna til að efla almenna uppeldisfærni og kenna aðferðir til að fyrirbyggja erfiðleika og þróa styrkleika.
Ertu að tengja? Uppeldi, tengsl og foreldrahlutverkið
Námskeiðið er ætlað foreldrum 1-5 ára barna.
Uppeldi barna með ADHD
Fyrir foreldra barna með hamlandi ADHD einkenni til að styðja þá við að tileinka sér hagnýtar og sannreyndar uppeldisaðferðir.
Meðferð fyrir unglinga með OCD
Þetta meðferðarnámskeið er fyrir foreldra og unglinga á aldrinum 13-18 ára.
Snillingarnir
Fyrir 9 - 12 ára börn sem greinst hafa með ADHD til að þjálfa þau í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli.
Klókir litlir krakkar
Fyrir foreldra 3 - 6 ára barna sem eru ofurvarkár og kvíðin.
Vinasmiðjan
Fyrir 10 - 12 ára börn sem greinst hafa á einhverfurófi.
Breytingaskeiðið - Fögnum næsta áfanga
Fræðsla um breytingaskeiðið í hóptíma fyrir konur
Fræðsla um fitubjúg
Fræðsla um fitubjúg í hóptíma fyrir konur.
Lífsstíll á breytingaskeiði
Fræðsla um lífsstíl fyrir konur á breytingaskeiði í hóptíma
Hugræn atferlismeðferð: námskeið
Námskeiðin eru fyrir 18 ára og eldri og eru haldin á heilsugæslustöðvum reglulega. Það þarf tilvísun frá lækni.
Andleg vanlíðan á meðgöngu
Hópnámskeið fyrir verðandi mæður til að bæta tilfinningalega líðan
Njóttu þess að borða
Heilsueflandi námskeið fyrir konur í yfirvigt.
Þetta námskeið er ekki í boði eins og er.
Klókir krakkar
fyrir 10 – 12 ára börn með kvíðaröskun og foreldra þeirra.
Þetta námskeið er ekki lengur í boði. Við bendum á foreldramiðaða meðferð við kvíða á heilsugæslustöðvum. Heimilislæknar vísa í meðferðina.
Fannst þér efnið hjálplegt?
Já