Mikilvægi fyrstu tengsla

Barn verður til - og foreldrar líka!

Námskeið fyrir verðandi foreldra í boði Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur, haldið á vegum Geðheilsumiðstöðvar barna -  Fjölskylduvernd

Geðheilsumiðstöð barna  -  Fjölskylduvernd býður verðandi foreldrum upp á tengslamiðað námskeið.

Meðal annars er verður fjallað um:

  • áhrif reynslu foreldra úr eigin uppeldi
  • samskipti og tengslamyndun
  • líðan foreldra í barneignaferli
  • þroska barna, grát þeirra og svefn

Allir verðandi foreldrar eru velkomnir með maka, vin eða öðrum stuðningsaðila. 

Heppilegur tími til að hefja námskeið er á 26.-34. viku meðgöngu. Mikilvægt er að skuldbinda sig til að mæta í alla tímana.

Umsjón með námskeiðinu hafa:
  • Fríður Guðmundsdóttir, sálfræðingur
  • Soffía Bæringsdóttir, fjölskyldufræðingur og doula
  • Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og Gottman Bringing Baby Home Educator

 

Nánari upplýsingar á namskeid.gmb@heilsugaeslan.is

Fyrirkomulag

Námskeiðið er tvö skipti og kennt er í tvær klukkustundir í senn.

Tími 1: Að eiga von á barni og barnið í móðurkviði
Tími 2: Fyrstu vikurnar eftir fæðingu og foreldrahlutverkið

Námsefni er bókin Fyrstu 1000 dagarnir sem þátttakendur fá að gjöf frá Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur.

Næstu námskeið

  • 20. og 22. júní kl. 16:00 - 18:00

Námskeiðið er haldið hjá Geðheilsumiðstöð barna, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. Gengið inn á milli Nettó og Rauða kross búðarinnar.

Skráning

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Nauðsynlegt er að skrá báða aðila

Skráning á námskeiðið: Barn verður til fyrir foreldrapar