Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Hlutverk teymisins er að veita fræðslu og ráðgjöf en einnig sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda sem eingöngu eru til staðar hjá konum. Teymið er hugsað sem viðbót við núverandi þjónustu.
Allar konur geta skráð sig í hópfræðslu, sem er fyrsta skrefið.
Eftir þátttöku í hóptímum er hægt taka næstu skref varðandi greiningu og meðferð innan eða utan Kvenheilsu.