Lifðu vel og lengi

Fræðsla fyrir konur eftir tíðahvörf

Nú er í boði fræðsla hjá Heilsubrú sem ætluð er konum eftir tíðahvörf og út lífið. 

Í fræðslunni er farið yfir hvað gerist í líkamanum eftir breytingaskeið og tíðahvörf. Skoðuð verða áhrif tíðahvarfa á ólík líkamskerfi eins og hjarta- og æðakerfi, heila og þyngdarstjórnunarkerfi.

Farið verður yfir heilsufarslegar áskoranir sem konur geta staðið frammi fyrir með hækkandi aldri eins og beinþynningu, heilabilun og þvagfæravanda.

Að lokum verða skoðuð bjargráð og leiðir til að draga úr líkum á sjúkdómum og efla heilbrigði og vellíðan. 

Umsjón

Hóptíminn er haldinn á vegum Heilsubrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Leiðbeinandi er Steinunn Zophoníasdóttir ljósmóðir með sérþekkingu á kvenheilsu.

Fyrirkomulag

Fræðslan fer fram í hóptímum í húsnæði Heilsubrúar, Þönglabakka 6, 109 Reykjavík, 3. hæð. Það er sami inngangur og í Heilsugæsluna Mjódd. 

Hámarksfjöldi í hverjum hóptíma eru 20 þátttakendur.  

Greitt er 5.000 kr. þátttökugjald við skráningu hér á vefnum.

Staðfestingarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við skráningu. 

Mikilvægt er að tilkynna forföll tímanlega.

Hafið samband á heilsubru@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.

Dagsetningar og skráning

Næstu hóptímar:    

 

Skráningarsíða fyrir hóptíma

 

Fannst þér efnið hjálplegt?

Rusl-vörn


Af hverju ekki?

Rusl-vörn