Almennar upplýsingar

icon

Símatími er frá kl. 9:00 til 11:00 alla virka daga.



icon

Þjónusta



Hópfræðsla, ráðgjöf og meðferð, annað hvort á staðnum eða í fjarþjónustu.

Heilsubrú er flutt í Þönglabakka 1

Við erum flutt í Þönglabakka 1 og þar erum við á 2. hæð.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýjum stað.

Heilsubrú

Heilsubrú er miðlæg þjónustueining hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar er þjónusta sem styður og bætir við þjónustu heilsugæslustöðva.

 

Fyrsta skefið er oftast að skrá sig í hópfræðslu. Fjölbreyttir hóptímar og námskeið eru í boði og fólk velur sjálft sína fræðslu.

 

Framhaldið gæti verið viðtal við fagaðila og /eða meðferð. Í sumum tilvikum þarf tilvísun frá starfsfólki á heilsugæslustöðvum í þessa þjónustu.

Þjónusta á Heilsubrú

Kvenheilsa 

 

Kvenheilsuteymið veitir fræðslu og ráðgjöf en sinnir einnig sjúkdómum og heilsufarsvanda sem eingöngu eru til staðar hjá konum.

 

Allar konur geta skráð sig í hópfræðslu, sem er fyrsta skrefið. Eftir þátttöku í hóptímum er hægt taka næstu skref varðandi greiningu og meðferð innan eða utan Heilsubrúar. Sjá hóptíma sem eru í boði

 

Einnig er í boði að fá ráðgjöf um getnaðarvarnir. Þar er mögulegt að fá uppáskrift og uppsetningu getnaðarvarna. Skráning fer fram á mínum síðum á heilsuvera.is.

 

Andleg líðan

 

Heilsubrú býður upp á hugræna atferlismeðferð (HAM). Sjá námskeið sem eru í boði

 

Sérhæfð mæðravernd

 

Ljósmæður á heilsugæslustöðvum vísa konum í þjónustuna eftir þörfum. 
Einnig eru í boði námskeið sem henta öllum verðandi foreldrum. Sjá námskeið sem eru í boði

 

Næringarráðgjöf

 

Heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslustöðvum vísar einstaklingum í viðtöl hjá næringarfræðingi.

 

Sykursýki 2

 

Boðið er upp á hópfræðslu um sykursýki 2. Sjá hóptíma sem eru í boði

 

Heimastöð

 

Heilsubrú er heimastöð lyfjafræðinga sem veita þjónustu á heilsugæslustöðvum og skólahjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum.

Námskeið hjá Heilsubrú

Smellið á heiti námskeiðs til að fá nánari upplýsingar og opna skráningarform.

Verðandi foreldrar

HAM námskeið og núvitund

Önnur námskeið

 

Getnaðarvarnaráðgjöf hjá Heilsubrú

Ráðgjöfin er ætluð konum og einstaklingum með kvenlíffæri sem hafa þörf fyrir getnaðarvörn.

 

Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar Heilsubrúar veita ítarlega einstaklingsmiðaða fræðslu um getnaðarvarnir.

 

Fræðslan hjálpar einstaklingnum að taka upplýsta ákvörðun um hvaða  getnaðarvörn hentar best.

Lyfjaávísun og uppsetning

Að ráðgjöf lokinni er gerð lyfjaávísun fyrir þá getnaðarvörn sem valin er. Notkun er svo fylgt eftir með símtali þremur mánuðum síðar.

 

Einnig er í boði uppsetning og fjarlæging á lykkju og getnaðarvarnarstaf. Þeir tímar eru bókaðir af ráðgjafa eftir ráðgjafartímann.

Tímabókun

Þjónustan er óháð búsetu og heilsugæslu og því geta öll bókað ráðgjafatíma gegnum mínar síður á Heilsuveru.

 

Hver koma kostar 500 krónur sem er almennt komugjald á heilsugæslustöð.