Ískrá er rafrænt sjúkraskrárkerfi sem skólahjúkrunarfræðingar á öllu landinu nota við skráningu í heilsuvernd skólabarna. Sjúkraskrárkerfið er aðlagað að starfsemi heilsuverndar skólabarna og er hannað og í eigu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Ískrá heldur meðal annars utan um bólusetningar, skimanir og samskipti við skólabörn og forráðamenn þeirra.

Heilsuvernd skólabarna styðst við: Leiðbeiningar um heilsuvernd grunnskólabarna

Leiðbeiningarnar á þessari síðu eru ætlaðar fagfólki sem notar Ískrá. Allar leiðbeiningarnar eru pdf-skjöl.

Ískrárdagar og námskeið fyrir nýja skólahjúkrunarfræðinga haustið 2019

  • Mánudagur 2. sept. - Námskeið fyrir nýja skólahj.fr. kl. 9-16 - Loftið (Álfabakka 16)
  • Miðvikudagur 4. sept. - Ískrárdagur Reykjavík  kl. 9-12 og 13-16 - Loftið (Álfabakka 16)
  • Fimmtudagur 5. sept. - Ískrárdagur Reykjavík kl. 9-12 - Loftið (Álfabakka 16)
  • Föstudagur 6. sept. - Ískrárdagur Keflavík kl. 9-12
  • Mánudagur 9. sept. - Ískrárdagur Selfossi kl. 10-13
  • Þriðjudagur 10. sept. - Ískrárdagur Akranesi kl. 10-13
  • Miðvikudagur 11. sept. - Ískrárdagur Egilsstöðum kl. 10-14
  • Fimmtudagur 12. sept. - Ískrárdagur Akureyri kl. 9-13

Skráning og upplýsingar á iskra@hg.is 

Umsjónarmenn námskeiðanna eru Ása Sjöfn Lórensdóttir (Fagstjóri heilsuverndar skólabarna) og Helga Lárusdóttir (Þjónustustjóri Ískrár).

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Tillaga að vetrarskipulagi 2018

_________________________________________________________________________