Upplýsingar

Samhæfingarstöð krabbameinsskimana veitir nánari upplýsingar í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00. Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is.

Panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini

Konur, 23 til og með 64 ára, um land allt geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini með símtali við þá heilsugæslustöð sem hentar best. 

 

Einnig geta þær konur sem fengið hafa boðsbréf í skimunina og búa á höfuðborgarsvæðinu, bókað sig á Mínum síðum á heilsuvera.is

 

Nánari upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini

Panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini

Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini.

 

Tímapantanir í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is.

 

Nánari upplýsingar um skimun fyrir brjóstakrabbameini

Við hvetjum allar konur sem hafa fengið boðsbréf að bóka tíma.

Hvar er skimað?

Leghálsskimanir eru í boði á heilsugæslustöðvum um land allt.

 

Brjóstamyndatakan fer fram á Brjóstamiðstöð, Eiríksgötu 5 í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi.

 

Einnig er skimað fyrir brjóstakrabbameini á nokkrum stöðum á landsbyggðinni á vorin og öðrum stöðum á haustin.

 

Dagskrá skimunar fyrir brjóstakrabbameini á landsbyggðinni

Skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi er forvörn sem býðst einkennalausum konum. 

Konum með einkenni frá brjóstum og kvenlíffærum er ráðlagt að leita til læknis. 

Boð í skimun

Konum á Íslandi er boðin skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi í samræmi við skimunarleiðbeiningar Embættis landlæknis.


Konum á aldrinum 40 til 69 ára er boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70 til 74 ára á þriggja ára fresti.

Konum er boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23 til 29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30 til 65 ára. 

Afþakka boð í skimun

Ef þú óskar eftir því að fá ekki boð í skimanir þarf beiðni um það að fara í gegnum heilsugæsluna. Einfaldasta leiðin til þess er að senda skilaboð í heilsuveru. 

 • Skráðu þig inn á Mínar síður á heilsuvera.is með rafrænum skilríkjum 
 • Veldu Samskipti og svo Ný fyrirspurn 
 • Í reitinn Efnistök skráirðu erindið þitt - Taka af boðunarlista fyrir legháls- og/eða brjóstaskimun 
 • Í reitinn Lýsing skráirðu í stuttu máli ástæðu þess að þú óskar eftir að nafn þitt verði tekið af skimunarskrá hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. 

Ef þú ert ekki viss hvort þú eigir að fara í skimanir, t.d. vegna fyrri aðgerða, ráðleggjum við þér að tala þinn lækni til að fá upplýsingar og leiðbeiningar. Ef þörf er á er hægt að fá ráðleggingar hjá okkur á Samhæfingarstöð krabbameinsskimana.

Nýjustu fréttir af starfinu

Nýjustu fréttir af starfi Samhæfingarstöðvarinnar má sjá hér fyrir neðan en eldri tíðindi er að finna undir flipanum Fréttir


Fréttamynd

21.10.2021

Svar innan 40 daga fyrir 99% kvenna

Nú í september náðum við þeim áfanga að einungis 29 dagar líða að meðaltali frá því að kona kemur í leghálsskimun þangað til hún fær svar og 99% kvenna fá svar innan 40 daga.... lesa meiraSjá allar fréttir

Skimun fyrir brjóstakrabbameini

Landspítala hefur verið falin framkvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri.

 

Í Reykjavík fer brjóstaskimunin fram í Brjóstamiðstöð, sem er á 3. hæð á Eiríksgötu 5. 

 

Á Akureyri er þjónustan staðsett á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi, inngangur C.

Panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini

Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini.

 

Tímapantanir í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga. 

Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is.

 

Í framtíðinni er stefnt að því að allar konur geti bókað eða breytt tíma á Heilsuvera.is.

 

Núna er einkennalausum konum á aldrinum 40 - 69 ára boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70-74 ára á þriggja ára fresti.

Skimun á landsbyggðinni

Haustið 2021 verður skimað fyrir brjóstakrabbameini á þessum stöðum, með fyrirvara um breytingar:

 • Egilsstaðir - 6. til 9. september
 • Eskifjörður - 13. til 16. september
 • Búðardalur - 21. til 22. september
 • Hólmavík - 23. september
 • Ísafjörður - 27. til 30. september
 • Patreksfjörður - 4. til 5. október
 • Stykkishólmur - 12. til 13. október
 • Ólafsvík/Grundarfjörður - 18. til 20. október
 • Hvolsvöllur - 2. til 3. nóvember
 • Selfoss - 8. til 17. nóvember

Vorið 2021 var skimað á þessum stöðum:

 • Borgarnes, Blönduós, Hvammstangi, Höfn, Sauðárkrókur og Siglufjörður  

Viltu vita meira?

Myndband um brjóstaskimun á Eiríksstöðum

Lestu meira í nýjum bæklingi frá Embætti landlæknis

Lestu meira um skimanir fyrir brjóstakrabbameini á heilsuvera.is

Skimun fyrir leghálskrabbameini

Heilsugæslunni hefur verið falin framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. 


Á  höfuðborgarsvæðinu fer hún fram á öllum 19 heilsugæslustöðvunum. Á landsbyggðinni er skimunin á heilsugæslustöðvunum með sama hætti og undanfarin ár.  


Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, taka leghálssýni á öllum 19 heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu með sama hætti og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. 


Heilsugæslan, í samvinnu við kvennadeild Landspítala og kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri, sinnir og fylgir eftir konum sem þurfa nánari greiningu og eftirlit vegna ákveðinna frumubreytinga í leghálsi.

Viltu vita meira?

Lestu meira í nýjum bæklingi frá Embætti landlæknis 

 Lestu meira um skimanir fyrir leghálskrabbameini á heilsuvera.is

Panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini

Konur jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem landsbyggðinni geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini með símtali við þá heilsugæslustöð sem hentar best. 

 

Einnig geta þær konur sem fengið hafa boðsbréf í skimunina og búa á höfuðborgarsvæðinu, bókað sig á Mínum síðum á heilsuvera.is

 

Við hvetjum allar konur sem hafa fengið boðsbréf eða liðin eru meira en 3 ár frá síðustu skimun að bóka tíma.

 

Miðað er við að konum sé boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23-29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30-65 ára.

Leghálsskimanir eru á heilsugæslustöðvum.


Fréttamynd

21.10.2021

Svar innan 40 daga fyrir 99% kvenna

Nú í september náðum við þeim áfanga að einungis 29 dagar líða að meðaltali frá því að kona kemur í leghálsskimun þangað til hún fær svar og 99% kvenna fá svar innan 40 daga.... lesa meiraFréttamynd

13.08.2021

Skipulagsbreytingar hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana

Nú hefur starfsemi Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hefur verið flutt í nýtt og stærra húsnæði að Þönglabakka 1. Ágúst Ingi Ágústsson, kvensjúkdómalæknir, hefur verið ráðinn yfirlæknir og nýr forstöðumaður Samhæfingarstöðvarinnar næsta hálfa árið en hann hefur langa reynslu af skimunum fyrir krabbameini hjá konum.... lesa meira


Fréttamynd

07.07.2021

Staða leghálsskimunar - Vika 27

Nú hefur verið lokið við að senda öll uppsöfnuð sýni til rannsóknar eins og stefnt var að. Þannig er komið á jafnvægi þeirra sýna sem berast og þeirra sem send eru til rannsóknar. ... lesa meira

Fréttamynd

01.07.2021

Leghálsskimanir

Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins, hefur tekið ákvörðun um að hefja undirbúning á að rannsóknir á leghálssýnum verði fluttar til Landspítalans. ... lesa meira

Fréttamynd

30.06.2021

Engum sýnum er hent

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að engum sýnum er hent, slíkar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast.... lesa meira

Fréttamynd

28.06.2021

Staða leghálsskimunar - Vika 25

Áfram gengur vel að senda sýni til Hvidovre sjúkrahússins og bendir allt til þess að klárað verði að senda uppsöfnuð sýni til rannsóknar fyrir sumarfrí.... lesa meira

Fréttamynd

13.04.2021

Staða leghálsskimunar - Vika 15

Svör hafa borist við öllum þeim 3.300 sýnum sem hafa verið send utan nema 300 sem berast í þessari viku. Haft hefur verið samband við þær konur sem þurfa frekari rannsókn.... lesa meira

Fréttamynd

24.02.2021

Niðurstöður hafa borist úr nær öllum sýnum sem tekin voru fyrir áramót

Þegar hafa verið póstlögð um 2.300 svarbréf þar sem konunum er gerð grein fyrir niðurstöðum og við munum á næstu dögum setja okkur í samband við þær konur sem þurfa á frekari skoðun að halda. Okkur þykir mjög leitt að þessi seinkun hafi valdið óþarfa áhyggjum og erum þess fullviss að þjónustan muni á næstunni verða bæði betri og hraðvirkari en fyrr. ... lesa meiraFréttamynd

28.01.2021

Samningur um rannsókn á leghálssýnum

Fyrstu sýnin hafa borist til Kaupmannahafnar og eru niðurstöður þeirra rannsókna væntanlegar í lok vikunnar. Áætlað er að rannsókn allra sýnanna verði lokið fyrir miðjan febrúar.... lesa meira
Fréttamynd

09.11.2020

Skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum á Íslandi í kjölfar tillagna skimunarráðs. Markmið breytinganna er að færa verklag nær því skipulagi sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum. ... lesa meira

Sjá allar fréttir

Um stöðina

Samhæfingarstöð krabbameinsskimana er til húsa í Þönglabakka 1, 109 Reykjavík.

 

Brjóstamyndatakan fer fram að Eiríksgötu 5 í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi. Leghálsskimanir eru á heilsugæslustöðvum um land allt.

magnifier
PersonelPersonelTelefonEmail
Anna Sigríður Vernharðsdóttir513-6700
Ágúst Ingi Ágústsson513-6700
Árni Ólafsson513-6700
Guðbjörg S. Haraldsdóttir513-6700
Guðrún Erla Richardsdóttir513-6700
Halldór Ásgeir Risten Svansson513-6700
Hrafnhildur Grímsdóttir513-6700
Inga Jakobína Arnardóttir513-6700
Jóna Ólafsdóttir513-6700
Kolbrún Arnardóttir513-6700
Pálína Valdimarsdóttir513-6700
Tinna Kjartansdóttir513-6700

Czy treść była pomocna?

Tak

Dlaczego nie?