Engum sýnum er hent

Mynd af frétt Engum sýnum er hent
30.06.2021

Af gefnu tilefni skal það tekið fram að engum sýnum er hent, slíkar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast. 

Skimun er ákveðið kerfi og skimunarleiðbeiningar Embættis landlæknis taka mið af vísindalegri þekkingu og gagnreyndri læknisfræði í þeim tilgangi að hámarka gagnsemi og lágmarka skaðsemi skimunar. Sé vikið frá skimunarleiðbeiningum er hætt á að gagnsemin minnki og eða skaðsemin aukist. 

Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er boð fyrir konur án einkenna. Mikilvægt er að konum með einkenni sé vísað í greiningarferli þar sem leitað er að orsök einkenna.  

Ofskimun, þar sem sýni er tekið áður en skimunarleiðbeiningar Embættis landlæknis segja til um það. Rannsóknir hafa sýnt að ofskimun getur valdið konum líkamlegum skaða, andlegum óþægindum og þeim og samfélaginu óþarfa útgjöldum. 

Samhæfingarstöð krabbameinsskimana ber ábyrgð á því að skimunarleiðbeiningum landlæknis sé fylgt á landsvísu.