Hvar fæ ég upplýsingar?

Traustar og góðar upplýsingar á Covid.is 

COVID-19 á Heilsuvera.is

Þáttur á Hringbraut (30. mín) þar sem lykilfólk hjá HH ræðir um Covid-19 og þjónustu heilsugæslunnar

Ítarlegri upplýsingar fyrir almenning og fagfólk á landlaeknir.is/koronaveira  

Hvar fæ ég ráðgjöf vegna veikinda?

Hjúkrunarfræðingar veita ráðgjöf vegna veikinda. Mikilvægt er að velja samskiptaleið í takt við alvarleika veikindanna til að þeir sem eru alvarlega veikir þurfi ekki að bíða.

Alvarleg veikindi:

 • Vaktsíminn 1700
 • Símtal á þína heilsugæslu á dagvinnutíma

 Minni veikindi:

 •  Samskipti á Mínum síðum á heilsuvera.is
 •  Netspjall á heilsuvera.is - 8:00-22:00

Breytt þjónusta heilsugæslunnar

 • Aukin síma- og vefþjónusta,
 • Í boði að bóka símaviðtal í gegnum Mínar síður á www.heilsuvera.is
 • Netspjall á heilsuvera.is er opið frá 8-22 alla daga.
 • Símaviðtal við sálfræðing vegna kvíða útaf COVID-10
 • Takmarkanir á fjölda gesta, eingöngu komi:
  • Einn aðstandi með í ung og smábarnavernd.
  • Enginn fær að koma með verðandi móður í mæðravernd.
 • Allir gestir sem eru með einkenni um sýkingu skulu setja á sig grímu og hanska við komu.
 • Nær öll námskeið falla niður.
 • Síðdegisvakt stytt til kl. 17:00.
 • Hægt að skrá sig í sóttkví á Mínum síðum á heilsuvera.is og einnig sækja þar vottorð um að þú hafir verið í sóttkví.

 Nánar í fréttum hér fyrir neðan.

COVID-19 fréttir

Aðstæður og ráðleggingar kunna að hafa breyst síðan frétt var birt.
Fréttamynd

30.03.2020

Fleiri samskipti í mars á heilsugæslustöðvum

Mikil fjölgun hefur verið á samskiptum á heilsugæslustöðvunum okkar í mars vegna COVID-19 faraldursins. Viðtölum á heilsugæslustöð fækkar meðan aukning er á símtölum og rafrænum samskiptum á mínum síðum Heilsuveru.... lesa meira

Fréttamynd

30.03.2020

Meðganga, mæðravernd og COVID-19

Mikilvægt er að mæðravernd á heilsugæslustöðvum haldi áfram þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn. Helsta breytingin er að vegna smitvarna eiga konur að koma einar í mæðravernd, án fylgdarmanns.... lesa meira
Fréttamynd

19.03.2020

Varast að valda börnum kvíða

Nú þegar umfjöllun sem tengist COVID-19 veirunni er mjög fyrirferðarmikil er nauðsynlegt að reyna að átta sig á hverju börnin eru að velta fyrir sér, hvernig þau skilja hlutina, hvað þau halda að þetta þýði fyrir þau sjálf, hvort þau eru kvíðin og hvað þau óttast.... lesa meiraFréttamynd

10.03.2020

Símaþjónusta í stað pantaðra tíma

Vegna COVID-19 mun HH efla fjarþjónustu á öllum heilsugæslustöðvunum. Símaþjónusta verður aukin og símatímum lækna fjölgað. Hjúkrunarfræðingar munu eftir sem áður veita símaráðgjöf.... lesa meira

Fréttamynd

09.03.2020

Lungnabólgubóluefni búið

Bóluefni gegn lungnabólgu er búið á heilsugæslustöðvunum okkar vegna mikillar eftirspurnar í morgun og er ekki væntanlegt fyrr en í lok mars.... lesa meira

Fréttamynd

05.03.2020

Útgáfa vinnuveitenda- og skólavottorða

Vegna álags vegna Covid-19 eru vinnuveitendur og skólastjórnendur beðnir um að draga úr kröfum um að starfsfólk og nemendur, þurfi að skila inn vinnuveitendavottorði eða skólavottorði vegna stuttra veikinda.... lesa meira

Sjá allar fréttir

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?