COVID-19 Bólusetningar

Boðið er upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á öllum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bólusetningar hófust 18. október 2023.

Athugið að panta þarf tíma áður en komið er í bólusetningu.

Hægt er að velja um að fá bóluefni við inflúensu, bóluefni við Covid-19 eða bæði bóluefnin á sama tíma.

Sóttvarnalæknir mælir með því að eftirtaldir áhættuhópar fái forgang við bólusetningar við Covid-19: 

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Nauðsynlegt er að bóka tíma í bólusetningu fyrirfram. Hægt er að bóka á tvo mismunandi vegu:

Bólusetning við Covid-19 og inflúensu er fólki í forgangshópum að kostnaðarlausu. Eins og áður minnum við þau sem koma til að fá bólusetningu á að koma í stuttermabol.

Hvar fæ ég upplýsingar?

Netspjall á heilsuvera.is svarar fyrirspurnum um bólusetningar og sýnatökur milli klukkan 8 og 22.

COVID-19 Sýnataka

Ekki eru lengur tekin sýni hjá fólki með einkenni Covid-19

Aðeins eru tekin sýni hjá fólki sem ferðast til landa þar sem sýna þarf neikvætt Covid-19 próf.

Sýnataka fyrir ferðamenn mun fara fram alla virka daga í Heilsugæslunni Hlíðum. Um helgar sér Læknavaktin um sýnatökur. Bóka þarf sýnatöku í gegnum vefinn travel.covid.is.

Þeim sem vilja staðfestingu um smit er bent á að notast við heimapróf, sem hægt er að kaupa í apótekum og stórmörkuðum.

Síðan var síðast uppfærð 18. október 2023.

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?