7. Réttur þinn

Hér verður fjallað um rétt þinn varðandi persónuupplýsingar sem skráðar eru um þig hjá HH. Réttur þinn er ekki í öllum tilfellum fortakslaus enda byggir vinnsla persónuupplýsinga innan stofnunarinnar í flestum tilfellum á nauðsyn til að uppfylla lagaskyldur sem á stofnuninni hvíla.  

7.1. Réttur þinn til fræðslu um vinnslu persónuupplýsinga

Þú hefur rétt á fræðslu um hvernig stofnunin vinnur með upplýsingar um þig, á hvaða grundvelli upplýsingarnar eru unnar og í hvaða tilgangi vinnsla fer fram. Tilgangur persónuverndarstefnunnar er að fræða þig um þessi atriði auk þess að veita upplýsingar um  hvernig persónuvernd er almennt háttað innan  HH. Ef þú hefur þörf fyrir ítarlegri útskýringar um hvernig farið er með þínar persónuupplýsingar hjá HH getur þú leitað upplýsinga á þinni heilsugæslustöð eða með fyrirspurn á netfangið personuverndarfulltrui@heilsugaeslan.is

Ef þú hefur grun um að einhver hafi skoðað sjúkraskrána þína án ástæðu getur þú óskað eftir yfirliti yfir skoðanir á sjúkraskrá með þar til gerðu eyðublaði og komið því til heilsugæslunnar sem þú ert skráður á eða með fyrirspurn á Mínum síðum Heilsuveru þar sem fram koma þær upplýsingar sem beðið er um á eyðublaðinu

7.2. Réttur þinn til aðgangs að persónuupplýsingum

Þú hefur rétt á að fá aðgang að skráðum persónuupplýsingunum um þig hvort sem þú ert skjólstæðingur eða  átt í annars konar sambandi við HH.

Ef þú ert skjólstæðingur og vilt fá aðgang að sjúkraskránni þinni gilda um þann aðgang sérlög um sjúkraskrár nr. 55/2009. Samkvæmt þeim hefur þú eða umboðsmaður þinn rétt á aðgangi að sjúkraskrá þinni í heild eða að hluta og til að fá afhent afrit af henni ef þess er óskað. Þá áttu rétt á útskýringum á hverju því sem þú hugsanlega skilur ekki. Undir vissum kringumstæðum, gæti þér verið meinaður aðgangur að hluta upplýsinga, t.d. ef talið er að slíkt gæti á einhvern hátt leitt til heilsufarsskaða fyrir þig eða ef það brýtur trúnað við þriðja aðila. HH er skylt að svara beiðni þinni án ótilhlýðilegrar tafar og innan eins mánaðar hið mesta. Ef aðgangur þinn að upplýsingum úr sjúkraskrá verður takmarkaður að einhverju leyti átt þú rétt á rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun.

Ef óskað er upplýsinga úr sjúkraskrá skal fylla út þar til gert eyðublað og koma því til heilsugæslunnar sem þú ert skráður á eða með fyrirspurn á Mínum síðum Heilsuveru þar sem fram koma þær upplýsingar sem beðið er um á eyðublaðinu

Ef þú ert umsækjandi um starf eða samband þitt við HH er annars eðlis og þú vilt fá aðgang og/eða afrit af upplýsingum um þig getur þú fyllt út þar til gert eyðublað um afhendingu gagna.

Fyrir utan rétt þinn til aðgangs að persónuupplýsingum á grundvelli laga um persónuvernd og laga um sjúkraskrár er mögulegt að þú hafir rétt á aðgangi að persónuupplýsingunum þínum á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem fjallað er um rétt aðila máls til aðgangs að málsgögnum, og samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.

Að lokum þá vísum við á vef Persónuverndar ef þú vilt kynnar þér réttinn til aðgangs að persónuupplýsingum þínum með ítarlegri hætti, sjá ítarlegri upplýsingar um aðgang að upplýsingum.

7.2.1. Réttur þinn til leiðréttingar á rangfærslum

Það er skylda HH að tryggja að þær upplýsingar sem geymdar eru um þig hjá stofnuninni séu ætíð réttar og uppfærðar. Þú átt því rétt á að fá leiðréttar persónuupplýsingar um þig, ef þær eru rangar eða misvísandi. Við biðjum þig vinsamlegast um að hjálpa okkur að viðhalda þeim réttum, t.d. með því að láta okkur vita ef eitthvað hefur breyst s.s. ef þú hefur skipt um símanúmer eða heimilisfang þitt er annað en gefið er upp í þjóðskrá.

Hér verður þó að taka fram að með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn er HH oft óheimilt að breyta gögnum sem stofnunin býr yfir. Þó kann að vera mögulegt að koma leiðréttingu á framfæri með athugasemd, sem látin er fylgja gögnum. Þú getur einnig beðið um að upplýsingum verði bætt við þær persónuupplýsingar sem stofnunin hefur um þig og þú telur rangar eða ófullnægjandi.

Að lokum þá vísum við á vef Persónuverndar ef þú vilt kynna þér réttinn til leiðréttingar með nánari hætti.

7.3. Réttur þinn til að flytja persónuupplýsingar annað

Þú hefur rétt á að krefjast þess að stofnunin flytji persónuupplýsingar um þig til annars aðila þegar upplýsingar eru unnar á grundvelli upplýsts samþykkis, einnig kann rétturinn að koma til skoðunar ef upplýsingar eru unnar á grundvelli samningssambands milli þín og HH.

Mestur hluti þeirra persónuupplýsinga sem HH vinnur eru unnar á grundvelli er nauðsynjar til að hægt sé að sinna þeirri þjónustu sem er skylt samkvæmt lögum. Því er ólíklegt að þessi réttur eigi við um vinnslu upplýsinga hjá stofnuninni.

Ef þú vilt kynna þér réttinn til flutninga með ítarlegri hætti getur þú gert það á vef Persónuverndar.

7.4. Réttur þinn til að mótmæla vinnslu eða krefjast takmörkunar á vinnslu upplýsinga

Þú hefur rétt á því að mótmæla notkun eða miðlun persónuupplýsinga um þig ef þú telur að unnar séu  upplýsingar um þig í meira mæli en samræmist uppgefnum tilgangi vinnslunnar,  t.d. ef þú telur að vinnslan sé umfram nauðsyn til að veita þér heilbrigðisþjónustu og umönnun. Þú hefur rétt á að mótmæli þín séu tekin til greina og ef ekki er hægt að verða við óskum þínum átt þú rétt á að fá fullnægjandi rökstudd svör.

Réttur þinn til að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga getur átt við ef upplýsingar um þig eru unnar á grundvelli almannahagsmuna, þ.e. í þágu vísindarannsókna eða í tölfræðilegum tilgangi. Þetta er þó ekki einhlítt.

Í þeim undantekningartilvikum það sem HH vinnur persónuupplýsingar um þig á grundvelli samþykkis þíns er þér alltaf heimilt að afturkalla samþykki þitt.

Ef þú vilt kynna þér þessi réttindi nánar bendum við þér á almenna fræðslu á vef Persónuverndar um andmælaréttinn.

7.5. Réttur þinn til að krefjast eyðingu upplýsinga (rétturinn til að gleymast)

Rétturinn til að gleymast, þ.e. að ábyrgðaraðili eyði persónuupplýsingum um þig, er almennur réttur einstaklinga samkvæmt lögum um persónuvernd. Þessi réttur á þó sjaldnast við um vinnslu persónuupplýsinga innan HH þar sem starfsemin  heyrir undir lög um opinber skjalasöfn en að því leiðir skylda til varðveislu allra upplýsinga sem henni berast.

Ef þú vilt kynna þér réttinn til að gleymast nánar og undantekningar frá honum bendum við þér á almenna fræðslu á vef Persónuverndar um réttinn til að gleymast.

7.6. Réttur þinn til að kvarta

Ef þú telur að HH hafi ekki unnið persónuupplýsingar um þig með lögmætum hætti getur þú haft samband við persónuverndarfulltrúa stofnunarinnar á netfangið personuverndarfulltrui@heilsugaeslan.is.

Enn fremur getur þú snúið þér til Persónuverndar ef þú ert ósátt/ur með meðferð HH á persónuupplýsingunum um þig eða afgreiðslu erinda þinna um persónuvernd hjá stofnuninni. Vefsíða Persónuverndar er www.personuvernd.is.

Did you find the content helpful?

Yes

Why not?