2. Hvaða persónuupplýsingar skráir HH og hvaðan eru þær fengnar?

Persónuupplýsingar sem skráðar eru hjá HH eru flokkaðar eftir sambandi einstaklinga við stofnunina. Upplýsingar um einstaklinga geta verið á pappírsformi eða á rafrænu formi, en það síðar nefnda er mun algengara.

2.1. Um hverja vinnur HH persónuupplýsingar?

 • Skjólstæðinga;
 • Starfsfólk;
 • Starfsnema í heilbrigðisgreinum;
 • Birgja stofnunarinnar, aðra viðskiptavini og tengiliði þeirra;
 • Aðra einstaklinga sem HH á í samskiptum við, t.d. aðstandendur skjólstæðinga, einstaklinga  sem sækja námskeið á  vegum HH og umsækjendur um starf.

2.2. Hvaða persónuupplýsingar eru skráðar um þig?

Skráðar eru bæði viðkvæmar og almennar persónuupplýsingar. Vinnsla persónuupplýsinga er takmörkuð við þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar og viðeigandi hverju sinni miðað við eðli sambands milli HH og viðkomandi einstaklings.

2.2.1 Hvaða persónuupplýsingar eru skráðar um skjólstæðinga?

Meirihluti þeirra persónuupplýsinga sem eru skráðar innan HH varða skjólstæðinga stofnunarinnar. Þar má nefna:

 • Lýðfræðilegar og persónuupplýsingar (svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, heilsugæslulæknir o.s.frv.).
 • Nákvæma sögu um samskipti einstaklinga við HH.
 • Upplýsingaskrár, eyðublöð, matskvarða, lífsmörk og upplýsingar um heilsufar þitt, greiningar, meðferðir, lyfjagjafir og alla heilbrigðisþjónustu veitta af fagstéttum.
 • Upplýsingar um líðan og annað sem máli skiptir í tengslum við meðferð og niðurstöður rannsókna (s.s. blóð- og myndgreiningarannsókna) og viðeigandi upplýsingar frá öðrum aðilum varðandi heilsu þína, líðan og aðstæður. (s.s. frá heimahjúkrun, félagsþjónustu og aðstandendum).

Heilbrigðisstarfsmenn sem starfa innan HH skrá upplýsingar í sjúkraskrá í samræmi við lög um sjúkraskrá  og hafa aðgang að upplýsingum þar í samræmi við reglur HH um aðgangsheimildir starfsmanna.

 • Sjúkraskrá er safn upplýsinga um einstakling sem skráð er í tengslum við meðferð og/eða heilsuvernd. Sjúkraskrá inniheldur auk þeirra upplýsinga sem skráðar eru hjá HH, upplýsingar um meðferð á öðrum heilbrigðisstofnunum eða starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns.  
 • Sjúkraskrárupplýsingar eru lýsing eða túlkun í rituðu máli, ljósmyndir línurit og mynd- og hljóðupptökur.
 • Sjúkraskrárupplýsingar eru skilgreindar sem viðkvæmar persónuupplýsingar en um sjúkraskrár gilda lög um sjúkraskrár nr. 55/2009.

2.2.2. Hvaða persónuupplýsingar vinnur HH um aðra en skjólstæðinga?

Skráðar eru  upplýsingar um tengiliði skjólstæðinga s.s. nafn, kennitala, heimilisfang og símanúmer. Í tilviki viðskiptavina stofnunarinnar eru bankaupplýsingar skráðar og stundum tengiliðir.

HH skráir netnotkun þeirra sem tengjast þráðlausu opnu neti HH í samræmi við skilmála sem notendur samþykkja við innskráningu. Við skráningu og notkun netsins eru skráðar upplýsingar um tækið s.s. IP-tölu. 

2.3. Hvaðan koma upplýsingar sem HH vinnur um þig?

Skráðar eru upplýsingar sem koma frá þér sem þú hefur deilt með starfsmanni stofnunarinnar. Upplýsingar eru einnig fengnar frá öðrum s.s. frá:

 • Öðrum heilbrigðisstofnunum
 • Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum
 • Þjóðskrá
 • Tryggingastofnun Íslands
 • Sjúkratryggingum Íslands
 • Embætti Landlæknis

Í einhverjum tilfellum t.d. umsækjenda eða birgja geta upplýsingar komið frá:

 • Vinnuveitenda þínum
 • Ríkisskattstjóra
 • Fjársýslu ríkisins

 

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?