1. Almenn fræðsla um hugtök og persónuvernd

Tilgangur persónuverndarstefnu HH er að veita einstaklingum sem stofnunin vinnur persónuupplýsingar um fullnægjandi fræðslu. Hér að neðan má finna skýringar á helstu hugtökum persónuverndarstefnunnar. 

1. Persónuupplýsingar

  • Upplýsingar sem hægt er að tengja eða rekja til tiltekinna einstaklinga á beinan eða óbeinan hátt. Hér er átt við hvers konar upplýsingar sem eru persónugreinanlegar.
  • Dæmi um persónuupplýsingar eru nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, heilsugæslustöð og ýmis heilbrigðisgögn.
  • Upplýsingar sem eru ópersónugreinanlegar teljast ekki persónuupplýsingar.

2. Viðkvæmar persónuupplýsingar

  • Upplýsingar um kynþátt, þjóðernislegan uppruna, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð, lífsskoðun eða aðild að stéttarfélagi.
  • Heilsufarsupplýsingar, þ.e. persónuupplýsingar sem varða líkamlegt eða andlegt heilbrigði einstaklings, þ.m.t. heilbrigðisþjónustu sem hann hefur fengið og upplýsingar um lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun.
  • Upplýsingar um kynlíf manna og kynhneigð.
  • Erfðafræðilegar upplýsingar, þ.e. persónuupplýsingar sem varða arfgenga eða áunna erfðaeiginleika einstaklings sem gefa einkvæmar upplýsingar um lífeðlisfræði eða heilbrigði einstaklingsins og fást einkum með greiningu á líffræðilegu sýni frá viðkomandi einstaklingi.
  • Lífkennaupplýsingar eru persónuupplýsingar sem fást með sérstakri tæknivinnslu og tengjast líkamlegum, lífeðlisfræðilegum eða atferlisfræðilegum eiginleikum einstaklings og gera það kleift að greina eða staðfesta deili á einstaklingi með ótvíræðum hætti, svo sem andlitsmyndir eða gögn um fingraför, enda sé unnið með upplýsingarnar í því skyni að persónugreina einstakling með einkvæmum hætti.

3. Vinnsla

  • Undir hugtakið vinnsla fellur öll notkun og meðferð persónuupplýsinga, s.s. söfnun, skráning, varðveisla, miðlun og eyðing.

4. Ábyrgðaraðili

  • Ábyrgðaraðili er sá aðili sem ákveður tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga.
  • HH er ábyrgðaraðili þeirra upplýsinga sem unnar eru hjá stofnuninni.

5. Vinnsluaðili

  • Vinnsluaðili er sá aðili sem vinnur persónuupplýsingar á vegum ábyrgðaraðila. Aðili telst vinnsluaðili ef hann ákveður ekki tilgang og aðferðir við vinnslu upplýsinganna.
  •  Vinnsluaðilar geta til að mynda verið félög sem sjá um tölvukerfi á vegum ábyrgðaraðila. 

Did you find the content helpful?

Yes

Why not?