Geðheilsuteymi HH – ADHD fullorðinna veitir 2. stigs þjónustu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri.
Geðheilsuteymið starfar á landsvísu með áherslu á þverfaglegri samvinnu starfsmanna teymisins og samstarfsaðila í 1. og 3. línu.
Meginverkefni teymis er að sinna greiningu, endurmati fyrri ADHD greininga, ráðgjöf, meðferð og fræðslu sem byggir á sérþekkingu starfsstétta. Teymið vinnur eftir vinnulagi Embættis landlæknis þar sem fagleg gæði og gott viðmót eru höfð að leiðarljósi.
Tekið er við tilvísunum frá heimilislæknum.