Hægt er að senda gögn til teymisins í gegnum örugg gagnaskil - Signet transfer.
Almennar upplýsingar
Hafa samband
Svarað er í síma 513-6730 alla virka daga frá kl. 10:00 til 12:00
Þjónustutími
Alla virka daga frá kl. 8:00 til 15:00
Örugg gagnaskil
Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna annast greiningu, endurmat á fyrri ADHD greiningum og meðferð einstaklinga 18 ára og eldri og starfar á landsvísu.
Fyrir hverja?
Geðheilsuteymi HH - ADHD fullorðinna veitir 2. stigs þjónustu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri.
Geðheilsuteymið starfar á landsvísu með áherslu á þverfaglegri samvinnu starfsmanna teymisins og samstarfsaðila í 1. og 3. línu.
Meginverkefni teymis er að sinna greiningu, endurmati fyrri ADHD greininga, ráðgjöf, meðferð og fræðslu sem byggir á sérþekkingu starfsstétta. Teymið vinnur eftir vinnulagi Embættis landlæknis þar sem fagleg gæði og gott viðmót eru höfð að leiðarljósi.
Tekið er við tilvísunum frá heimilislæknum.
Gjald fyrir ADHD greiningu fullorðinna er 25.000 kr, burtséð frá fjölda heimsókna.
Biðlistar
Haft samband í gegnum Heilsuveru við þá einstaklinga sem eru á biðlista teymisins. Send verður SMS-tilkynning þess efnis að þau eigi skilaboð á Heilsuveru.
Tilgangur skilaboðanna í Heilsuveru er tvíþættur. Annars vegar að staðfesta að viðkomandi sé á biðlista og hins vegar að óska eftir frekari upplýsingum svo hægt sé að vinna úr umsókn.
Því er mikilvægt að þau sem eiga beiðni um ADHD-greiningu eða meðferð hafi aðgang að Mínum síðum á Heilsuvera.is og að rétt farsímanúmer sé skráð í Heilsuveru svo að SMS-tilkynningin berist.
Hlutverk
Geðheilsuteymi HH – ADHD fullorðinna veitir annars stigs þjónustu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri. Geðheilsuteymið starfar á landsvísu með áherslu á þverfaglega samvinnu starfsmanna teymisins og samstarfsaðila í 1. og 3. línu.
Meginverkefni teymis er að sinna greiningu, endurmati fyrri ADHD greininga, ráðgjöf, meðferð og fræðslu sem byggir á sérþekkingu starfsstétta. Teymið vinnur eftir vinnulagi Embættis landlæknis þar sem fagleg gæði og gott viðmót eru höfð að leiðarljósi.
Einstaklingurinn er ávallt í fyrirrúmi
Markmið
- Að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu.
- Að tryggja að greining sé ferli athugana, prófana og viðtala auk upplýsingaöflunar frá þverfaglegu teymi með sérþekkingu í ADHD.
- Að tryggja að greining sé kortlagning á styrkleikum og veikleikum í samhengi við umhverfisþætti.
- Að tryggja að tilgangur greiningar sé að svara hvort að skjólstæðingur hafi frávik, hve hamlandi þau eru og hvaða úrræði gætu gagnast.
- Að hvetja til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar.
- Að stuðla að því að eftir greiningu séu úrræði sem efla skjólstæðing í vinnu/nám, samböndum, félagslegum tengslum, frítíma/áhugamálum og sjálfstraust/sjálfsmynd.
- Að tryggja samfellu og samþættingu í meðferð.
- Að stuðla að og viðhalda bata.
- Að styðja einstaklinginn í að lifa innihaldsríku lífi.
Hvernig er sótt um þjónustuna?
Tekið er við tilvísunum frá heimilislæknum.
Þeir senda tílvísanir rafrænt í gegnum SÖGU-kerfið auk fylgiskjala ef jákvæð skimun liggur fyrir.
- Heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu nota: Beiðni um meðferð, velja viðeigandi deild og fylla út flýtitexta.
- Heilsugæslur á landsbyggðinni nota: Tilvísun, velja viðeigandi deild og fylla út flýtitexta.
Mikilvægt er að tilvísun sé vel útfyllt svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. Flýtitextinn minnir á hvað þarf að koma fram. Ófullnægjandi tilvísun verður endursend.
Fylgigögn
Til að tilvísun teljist fullnægjandi, þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:
- Eyðublað skjólstæðings + Samþykkisblað - Skjólstæðingur fyllir út sjálfur
- Hegðunarmatskvarðar A og B - Skjólstæðingur fyllir út
- Hegðunarmatskvarðar C og D - Aðstandandi fyllir út
Ef skjólstæðingur er með fyrri greiningu á athyglisbrest/ofvirkni (ADHD) skal greinargerð um niðurstöður hennar fylgja með í tilvísun. Ef greining átti sér stað eftir 18 ára þurfa ekki önnur fylgiskjöl en greinargerð að fylgja með. Ef greining var gerð fyrir 18 ára aldur þurfa öll gögn að fylgja.
Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á flestum Heilsugæslum og heilbrigðisstofnunum landsins.
Að auki má senda póst á ritara teymisins til að fá eyðublöðin eða til að spyrja spurninga varðandi tilvísanir eða ferli greiningar.
Eyðublöð og matskvarðar á ensku
- Client application form - form of consent
- Behaviour rating scales A and B - Self evaluation
- Behaviour rating scales C and D - Family member or friend
Samvinna
Þjónustan byggir á sérþekkingu starfstétta og þverfaglegri samvinnu starfsmanna teymisins og samstarfsaðila í 1. og 3. línu heilbrigðisþjónustu.
Í teyminu starfa geðlæknar, hjúkrunarfræðingar, þjónustufulltrúar og sálfræðingar.
Um teymið
Teymisstjóri: Jón Ólafur Ólafsson
Yfirlæknir: Elvar Daníelsson
Starfsmenn | Starfsheiti | Sími | Netfang |
---|---|---|---|
Aron Freyr Kristjánsson | Sálfræðingur | 513-6730 | |
Elvar Daníelsson | Yfirlæknir | 513-6730 | |
Ingibjörg Erla Jónsdóttir | Sálfræðingur | 513-6730 | |
Jóhanna Mjöll Jóhannsdóttir | Sálfræðingur | 513-6730 | |
Jón Ólafur Ólafsson | Teymisstjóri | 513-6730 | |
Ragnheiður J. Sverrisdóttir | Fulltrúi | 513-6730 | |
Sóley J. Einarsdóttir | Sálfræðingur | 513-6730 | |
Sólveig Anna Daníelsdóttir | Sálfræðingur | 513-6730 | |
Steinunn Margrét Gylfadóttir | Hjúkrunarfræðingur | 513-6730 |