Örvunarbólusetningar í Laugardalshöll

Mynd af frétt Örvunarbólusetningar í Laugardalshöll
24.01.2022

Ekki bíða eftir boði, þú getur mætt í Laugardalshöll alla virka daga frá kl. 10:00 til 15:00.

Nú mega 16 ára og eldri  koma í örvunarbólusetningu 4. mánuðum eftir seinni skammt grunnbólusetningar. 

Ekki verða send út boð í bólusetningu, þú mætir Laugardalshöll og gefur upp kennitölu. 

Bóluefnin Pfizer og Moderna eru í boði alla daga. 

Börn, 12 til  15 ára gömul,  geta ekki fengið örvunarbólusetningu.

Nánar um örvunarbólusetningar

  • Fólk sem fékk Janssen og svo örvunarskammt getur komið í þriðju bólusetningu fjórum mánuðum eftir örvunarskammtinn.
  • Mælt er með Pfizer fyrir karlmenn 39 ára og yngri. 
  • Börn 16 til 18 ára mega bara fá Pfizer.
  • Öll sem eru með íslenska kennitölu geta komið í bólusetningu. Þau sem eru ekki með íslenska kennitölu þurfa fyrst að skrá sig á síðunni bolusetning.covid.is og bíða eftir staðfestingu áður en þau mæta.
  • Þau sem hafa fengið COVID-19 þurfa að kynna sér: Samantekt á reglum og ráðleggingum fyrir einstaklinga með sögu um COVID-19

Nánar um grunnbólusetningar