COVID-19 bólusetningar 2022 - vika 1 og áfram

Mynd af frétt COVID-19 bólusetningar 2022 - vika 1 og áfram
30.12.2021

Fylgist með hér. Fréttin var uppfærð 24. janúar.

Það er opið hús í bólusetningar fyrir 5 ára og eldri, alla virka daga frá kl. 10:00 til 15:00 í Laugardalshöll.

Ekki verða send út boð í bólusetningu. Það er nóg að gefa upp kennitölu á bólusetningastað.

Öll, 16 ára og eldri, sem fengu seinni skammt grunnbólusetningar fyrir a.m.k. 4 mánuðum eru velkomin í örvunarbólusetningu. 

Börn, 12 til  15 ára gömul,  geta ekki fengið örvunarbólusetningu.

Bóluefnin Pfizer, Moderna og Janssen eru í boði alla daga.  

Við höldum einnig áfram með grunnbólusetningar fimm ára og eldri. Öll sem eru óbólusett eða hálfbólusett (hafa bara fengið einn skammt) eru hvött til að mæta.

Nánar um örvunarbólusetningar og grunnbólusetningar

  • Fólk sem fékk Janssen og svo örvunarskammt getur komið í þriðju bólusetningu fjórum mánuðum eftir örvunarskammtinn.
  • Þau sem eru 70 ára og eldri geta komið í örvun ef 3 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu.
  • Karlmenn 39 ára og yngri eiga helst ekki að fá Moderna skv. Embætti landlæknis og er því mælt með Pfizer fyrir þá.  
  • Börn 12 til 18 ára mega bara fá Pfizer.
  • AstraZeneca er ekki til og ekki er vitað hvenær það verður í boði.
  • Þau sem þurfa bólusetningu út í bíl verða bólusett á fimmtudögum og föstudögum. Einfaldast er að hafa fylgdarmann sem getur farið inn til að láta vita. Þau sem koma ein geta hringt í síma 513-5000 til að fá aðstoð.
  • Öll sem eru með íslenska kennitölu geta komið í bólusetningu. Þau sem eru ekki með íslenska kennitölu þurfa fyrst að skrá sig á síðunni bolusetning.covid.is og bíða eftir staðfestingu áður en þau mæta.
  • Þau sem hafa fengið COVID-19 þurfa að kynna sér: Samantekt á reglum og ráðleggingum fyrir einstaklinga með sögu um COVID-19

Bólusetning barna 5 til 11 ára