Gjaldskrá fyrir sjúkratryggða

Velferðarráðuneytið hefur með "Reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu", sem gekk í gildi 1. janúar 2016 ákveðið eftirfarandi greiðslur sjúkratryggðra fyrir þjónustu heilsugæslunnar.

Sjúkratryggðir kunna að þurfa að greiða önnur gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu, t.d. þegar heilsugæslulæknar vísa þeim til sérfræðinga eða í sérstakar læknisfræðilegar rannsóknir. Þau gjöld koma fram í reglugerðinni.

Eftirtaldir greiða samkvæmt Aldraðir I:
Aldraðir 67 - 69 ára sem hafa engan eða skertan ellilífeyri.

Eftirtaldir greiða samkvæmt Aldraðir II:
Öryrkjar
Aldraðir 70 ára og eldri.
Aldraðir 67 - 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs.
Aldraðir 60 - 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris.
Þeir sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði. Framvísa þarf vottorði frá Vinnumálastofnun.
 
Einstaklingar 18-66 ára (og atvinnulausir skv. vottorði) sem hafa greitt 35.200 kr. á almanaksári eiga rétt á afsláttarskírteini, upphæðin er 28.200 kr. fyrir aldraða I, 8.900 kr. fyrir aldraða II og 10.700 kr. fyrir börn með sama fjölskyldunúmer. Nánari upplýsingar um afsláttarskírteini og gjöld þeirra sem eru með afsláttarskírteini eru í 14. og 15. grein reglugerðarinnar. 

Samkvæmt reglugerðinni er nú greitt kostnaðarverð fyrir bóluefni (hvern skammt). Gjaldskrá bólusetninga er uppfærð mánaðarlega í samræmi við breytingar á heildsöluverði bóluefna.

Komur

Koma á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, kl. 8:00 - 16:00,
almennt gjald 1.200 kr.
aldraðir I 960 kr.
aldraðir II 600 kr. 

Koma á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma,
almennt gjald 3.100 kr.
aldraðir I 2.400 kr.
aldraðir II 1.500 kr.

Undanþegin greiðslu komugjalda eru börn undir 18 ára aldri og börn með umönnunarkort. 
Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem koma vegna mæðra- og ungbarnaverndar og heilsugæslu í skólum.
 

Vitjanir

Vitjun læknis á dagvinnutíma, kl. 8:00 - 16:00,
almennt gjald 3.400 kr.
aldraðir I 2.600 kr.
aldraðir II 1.600 kr.  

Vitjun læknis utan dagvinnutíma,
almennt gjald 4.500 kr. 
aldraðir I 3.800 kr.
aldraðir II 2.200 kr.   

Undanþegin greiðslu fyrir vitjanir eru börn undir 18 ára aldri og börn með umönnunarkort.

Rannsóknir og greiningar

Rannsókn með beiðni til rannsóknarstofu,
almennt gjald 2.500 kr.  
aldraðir I 1.900 kr.
aldraðir II 880 kr. 
börn yngri en 18 ára 350 kr.
börn með umönnunarkort, 0 kr.

Krabbameinsleit,
almennt gjald 4.400 kr. 
börn yngri en 18 ára 4.400 kr.
aldraðir I 3.600 kr.
aldraðir II 2.100 kr. 
  

Bólusetningar

Auk komugjalda greiða sjúkratryggðir fyrir bólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt) samkvæmt gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega.

Þó er bóluefni við árstíðabundinni inflúensu að kostnaðarlausu þeim sem eru í sérstökum áhættuhópum.
Í ungbarnavernd er ekki greitt gjald fyrir bólu­setningar við stífkrampa, mænusótt, rauðum hundum og MMR (mislingar + hettusótt + rauðir hundar), barnaveiki, kíghósta, H. influenzae b sjúkdómi, mislingum, hettusótt, meningókokkasjúkdómi C og pneumókokkasjúkdómi.
Ekkert er greitt fyrir hefðbundnar bólusetningar í heilsugæslu í skólum.
Þá greiða 12 ára stúlkur ekkert fyrir HPV (Cervarix), en aðrir greiða gjald fyrir HPV-bólusetningu.
Gjöld vegna bólusetninga skulu einnig greidd í heimahjúkrun.

Önnur þjónusta

Auk komugjalda skulu sjúkratryggðir 18 ára og eldri greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:

Þungunarpróf 740 kr.
Streptokokkarannsóknir 840 kr.
CRP (C-reaktíft prótein) 990 kr.
HbA 1c (glýkosýlerað hemóglóbín) 1.900 kr. 
Lyfjaleit í þvagi 2.600 kr.
Lykkja (t) 7.400 kr. 
Berklapróf - Mantoux (Tuberkulin) sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
Hormónalykkja sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega

Námskeið

Foreldrafræðsla á heilsugæslustöð/Mæðravernd Þróunarsviðs, gildir fyrir báða foreldra, 9.800 kr.

Uppeldisnámskeið fyrir foreldra

 • Uppeldisnámskeið fyrir foreldra, 9.800 kr. fyrir eitt foreldri, 12.100 kr. fyrir báða foreldra.
 • Uppeldis- og foreldrafærninámskeið fyrir foreldra barna með ADHD, 10.900 kr. fyrir eitt foreldri, 14.700 kr. fyrir báða foreldra.
 • PMT foreldrafærninámskeið, 18.000 kr. fyrir eitt foreldri, 24.100 kr. fyrir báða foreldra.
 • Snillingarnir - færniþjálfunarnámskeið fyrir 8-10 ára börn með ADHD, 8.400 kr.

Læknisvottorð

Vottorð vegna fjárhagslegrar aðstoðar við fötluð og sjúk börn, 0 kr. 
Vottorð vegna endurhæfingarlífeyris, 0 kr. 
Örorkuvottorð vegna lífeyristrygginga, 0 kr. 
Örorkuvottorð vegna slysatrygginga, 0 kr.
Vottorð um fjarvistir nemenda úr skólum, 560 kr. 
Framhaldsvottorð vegna slysatrygginga, 570 kr.
Áverkavottorð vegna slysatrygginga, 1.200 kr. 
Læknisvottorð vegna beiðni um þjálfun, 1.200 kr. 
Læknisvottorð vegna öflunar hjálpartækja, 1.200 kr. 
Læknisvottorð vegna lengingar fæðingarorlofs, 1.200 kr. 
Læknisvottorð vegna hreyfihömlunar (uppbót v. reksturs bifreiðar), 1.200 kr. 
Læknisvottorð vegna heimahjúkrunar, 1.200 kr. 
Læknisvottorð vegna vistunar sjúklings erlendis, 1.200 kr. 
Læknisvottorð vegna umsóknar um lyfjaskírteini, 1.200 kr. 
Vottorð vegna sjúkranudds, 1.200 kr. 
Læknisvottorð vegna sjúkradagpeninga, 1.200 kr. 
Læknisvottorð vegna ferðakostnaðar innanlands, 1.200 kr. 
Læknisvottorð vegna umsóknar um styrk og uppbót til kaupa á bifreið fyrir fatlaða, 1.200 kr. 
Vottorð vegna bóta úr slysa- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, án greinargerðar, 1.200 kr.
Vottorð um fjarvistir til atvinnurekenda, 1.800 kr. 
Vottorð um heilsufar nemenda til skóla, leikskóla og sumarbúða, 1.800 kr. 
Vottorð um ónæmisaðgerðir og alþjóðaónæmisskírteini, 1.800 kr. 
Vottorð um undanþágu til bílbeltanotkunar, 1.800 kr. 
Vottorð vegna dagmóðurstarfa, 1.800 kr. 
Vottorð vegna endurgreiðslu ferðakostnaðar, s.s. ferðarofs og til skattayfirvalda, 1.800 kr. 
Vottorð vegna veitingar ökuleyfis, 1.800 kr. 
Vottorð vegna fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða, skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 4.200 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Vottorð vegna umsókna um örorkubætur til lífeyrissjóða skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 4.200 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Vottorð um heilsufar eða vinnufærni vegna umhverfis eða atvinnu, þ.m.t. vegna atvinnuréttinda, 5.000 kr. 
Vottorð vegna byssuleyfis, 5.000 kr. 
Vottorð vegna skóla erlendis, 5.000 kr. 
Vottorð til lögmanna og tryggingarfélaga vegna sjúkdóma eða slysa skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 4.200 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Vottorð til lögreglu og sýslumanna vegna dvalar- og/eða atvinnuleyfa hér á landi og dvalar eða starfa erlendis, skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 4.200 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Vottorð vegna ættleiðinga, skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 4.200 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.

Gjaldskrá fyrir ósjúkratryggða

Greiðslur einstaklinga þegar milliríkjasamningar um almannatryggingar gilda ekki.

Velferðarráðuneytið hefur með "Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna" sem gekk í gildi 25. janúar 2017, ákveðið eftirfarandi greiðslur þeirra fyrir þjónustu heilsugæslunnar.

Einstaklingur tryggður í EES-landi (þetta á einnig við um íslenska ríkisborgara með lögheimili í öðru EES-landi) sem þarf á skyndilegri og nauðsynlegri læknishjálp að halda þegar hann dvelst hér á landi á að greiða eins og þeir sem eru sjúkratryggðir á Íslandi. Forsenda þess er þó að hlutaðeigandi leggi fram:

 • Evrópska sjúkratryggingakortið 
 • Gilt bráðabirgðavottorð E-111 
 • Gilt vottorð frá tryggingarstofnun í öðru EES landi E-104 
 • Gilt vottorð E-106 útsendir starfsmenn 
 • Ljósrit af vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum sem staðfesta ríkisfang (mynd)
 • Athugið vel gildistíma allra gagna. Geti hlutaðeigandi ekki framvísað evrópska sjúkratryggingakortinu (vottorði) og vegabréfi skal heilsugæslustöð krefja hann um fulla greiðslu samkvæmt reglugerð.

Ferðamenn frá Norðurlöndum: Hægt er að staðfesta búsetu t.d. með gildu ES-korti (ekki íslensku ES-korti), bráðabirgðaskírteini eða sjúkratryggingakorti frá viðkomandi landi (sbr. gul sjúkratryggingakort frá Danmörku). 

Einnig þurfa ferðamenn frá Norðurlöndunum að framvísa persónuskilríkjum með mynd, t.d. vegabréfi. 

Heilsugæslustöðin skal taka ljósrit af evrópska sjúkratryggingakortinu (vottorði) sjúklings, vegabréfi og greinargerð læknis og senda til Fjárreiðudeildar  HH, sem sendir gögnin með reikningi til Sjúkratrygginga Íslands. 

Komur

Fyrir komu á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 9.300 kr. 
Fyrir komu á heilsugæslustöð vegna mæðra- og ungbarnaverndar, 9.300 kr. 
Fyrir komu á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma,
þ.e. milli kl. 16:00 og 8:00 og á laugardögum og helgidögum, 13.800 kr.

Vitjanir

Fyrir vitjun læknis á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 19.900 kr.
Fyrir vitjun læknis á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma, 24.700 kr. 
Fyrir vitjun annarra en lækna á heilsugæslustöð, 10.100 kr.

Bólusetningar

Auk komugjalda greiða ósjúkratryggðir fyrir bólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt) samkvæmt gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega.

Bóluefni vegna barnabólusetninga

Auk komugjalda skulu ósjúkratryggðir greiða fyrir barnabólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt) samkvæmt gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega.

Önnur þjónusta

Auk komugjalda skulu ósjúkratryggðir greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:

Foreldrafræðsla á heilsugæslustöð/Mæðravernd Þróunarsviðs, gildir fyrir báða foreldra, kr. 10.300 kr.

Uppeldisnámskeið fyrir foreldra

 • Uppeldisnámskeið fyrir foreldra, 10.300 kr. fyrir eitt foreldri, 12.700 kr. fyrir báða foreldra.
 • Uppeldis- og foreldrafærninámskeið fyrir foreldra barna með ADHD, 11.500 kr. fyrir eitt foreldri, 15.300 kr. fyrir báða foreldra.
 • PMT foreldrafærninámskeið, 18.900 kr. fyrir eitt foreldri, 25.100 kr. fyrir báða foreldra.
 • Snillingarnir - færniþjálfunarnámskeið fyrir 8-10 ára börn með ADHD, 9.100 kr.

Gjöld vegna krabbameinsleitar (legstroks og mynd af brjóstum) á heilsugæslustöð, greiðist til viðbótar við komugjald, 4.400 kr. 
Gjöld fyrir læknisvottorð skulu miðast við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 6.100 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknarstofu og vegna rannsóknar á sýni sem sent er til rannsóknar í rannsóknarstofu skal greiða 4.400 kr. og til viðbótar 100% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna.
Fyrir hverja komu til geisla- og myndgreiningar skal greiða 4.400 kr. og til viðbótar 100% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna.

Fyrir nauðsynlega túlkaþjónustu skal sjúklingur greiða fullt gjald samkvæmt samningi Ríkiskaupa þjónustuaðila um túlkaþjónustu.

Tryggingastaða einstaklinga

Komin er á tenging á milli Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratrygginga Íslands sem uppfærir tryggingastöðu sjúklinga einu sinni á sólarhring. Þó þurfa skjólstæðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem ekki staðgreiða þjónustuna heldur greiða greiðsluseðla í fjármálastofnun eftir á eða greiða innheimtukröfur, að koma kvittunum vegna þessara greiðslna sjálfir til Sjúkratrygginga Íslands.

Sögukerfið sýnir rétta tryggingastöðu einstaklinga hvort sem viðkomandi er sjúkratryggður eða ekki. Ef það koma fyrirspurnir frá sjúklingi, er hægt að hafa samband við Sjúkratryggingar Íslands í síma: 515-0003.

Almennt netfang aðalgjaldkera Heilsugæslunnar er gjaldkeri@heilsugaeslan.is  
 Sjá