Að lesa í tjáningu ungbarna: Newborn Behavioral Observations (NBO) 2025
Námskeiðið er í heild 5 dagar auk færniþjálfunar. Það hefst á 2ja daga námskeiði, 17. og 18. nóvember 2025 frá kl. 9 -16. Síðan verða tveir handleiðsludagar 12. janúar 2026 og 2. mars 2026 frá kl 9-15. Handleiðsludagar snúast um að fylgja eftir færniþjálfun. Þátttakendur þurfa að lesa handbókina, beita aðferðinni og skila «dagálum» um tvær til þrjár skoðanir og taka upp myndband af einni skoðun fyrir báða handleiðsludagana. Námskeiðið nýtist öllum sem starfa með foreldrum og ungbörnum að þriggja mánaða aldri; ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, læknum, sálfræðingum, iðju-þjálfum, félagsráðgjöfum, barnaverndar-starfsmönnum og öðrum meðferðaraðilum. Eftir námskeiðs- og handleiðsludaga hefst útskrifarferlið og þá þarf að framkvæma fimm “Að lesa í tjáningu ungbarna” skoðanir með foreldrum í eigin starfsumhverfi. Handleiðsla og stuðningur er veittur í öllu ferlinu. Útskriftardagur er 11. maí 2026, kl 9-15. Staðsetning námskeiðs er í DeCode húsinu, Sturlugötu 8, 102 Rvk. Námskeiðið er haldið á vegum Geðheilsumiðstöðvar barna, HH Geðheilsumiðstöðvar barna, HH, Vegmúla 3, Reykjavík. Hámarksfjöldi er 20 manns. Námskeiðið kostar 95.000 kr og er handbók og „kit“ innifalið.
Verð: 95000 kr.