Óskar Reykdalsson ráðinn framkvæmdastjóra lækninga

Mynd af frétt Óskar Reykdalsson ráðinn framkvæmdastjóra lækninga
18.05.2018

Óskar Reykdalsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til fimm ára frá og með 16. maí 2018. 

Óskar er sérfræðingur í heimilislækningum og hefur 25 ára starfsreynslu sem slíkur. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu innan heilsugæslu, var yfirlæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands 1998-2001, framkvæmdastjóri lækninga hjá sömu stofnun 2005-2014 og sat í framkvæmdastjórn LSH sem framkvæmdastjóri Rannsóknarsviðs 2014-2016.

Óskar var svæðisstjóri á Heilsugæslunni Árbæ 2016 til 2017 og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá október 2017.

Verkefni sem heyra undir framkvæmdastjóra lækninga eru eftirfarandi:

  • Stefnumótun og þróun, m.a. á sviði árangurs, gæða, aðgengis og öryggis í þjónustu
  • Leiðtogi við framkvæmd stefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Innleiðing nýjunga og breytinga, s.s. teymisvinnu og straumlínustjórnunar
  • Fagleg samhæfing og eftirlit á sviði lækninga
  • Samhæfing, mælingar og mat á starfsemi
  • Gerð og efling klínískra leiðbeininga
  • Gæðaeftirlit

Óskar er boðinn velkominn til áframhaldandi starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.