Kennslustjóri sérnáms í heimilislækningum

Mynd af frétt Kennslustjóri sérnáms í heimilislækningum
06.11.2017

Elínborg Bárðardóttir hefur verið ráðin í starf kennslustjóra sérnáms við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Elínborg lauk námi frá læknadeild HÍ 1990 og sérfræðiprófi í heimilislækningum í Connecticut, BNA árið 1997. Hún fékk sérfræðiréttindi í heimilislækningum hér á landi það sama ár og lauk diplómanámi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá endurmenntun HÍ árið 2009.

Elínborg hefur tæplega tuttugu ára starfsreynslu í heimilislækningum, hún hefur starfað sem aðjúnkt í heimilislæknisfræði við Háskóla Íslands og hefur langa reynslu af klínískri kennslu læknanema og sérnámslækna. Hún starfaði sem yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðar í tæpt ár og hefur víðtæka reynslu af félags-, nefnda- og trúnaðarstörfum og var m.a. formaður Félags íslenskra heimilislækna frá 2003-2009.

Undanfarin ár hefur Elínborg starfað á Heilsugæslunni Miðbæ og hefur frá janúar í ár verið settur kennslustjóri sérnáms í heimilislækningum tímabundið. Hún hefur nú verið fastráðin í starf kennslustjóra og mun jafnhliða starfa áfram við Heilsugæsluna Miðbæ í 50% starfi.  

Við bjóðum Elínborgu velkomna til starfa á nýjum vettvangi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Upplýsingar um sérnám í heimilislækningum er að finna hér á vefnum.