Heilsugæslan Mjódd 25 ára

Mynd af frétt Heilsugæslan Mjódd 25 ára
03.03.2016

Heilsugæslan Mjódd var formlega stofnuð 1. mars 1991 og varð því 25 ára í vikunni.

Forsagan er sú að árið 1988 stofnuðu læknarnir Samúel Samúelsson og Sigurbjörn Sveinson læknastofu, Heilsugæslan í Mjódd sf, í Álfabakka 12 . Heilbrigðisráðuneytið keypti rekstur svo stofunnar og gerði  hana að heilsugæslustöð 1. mars 1991. Fyrsta árið var stöðin í sama húsnæði en flutti svo í núverandi húsnæði 1992.

Smellið á mynd til að lesa grein sem birtist í Breiðholtsblaðinu.Nýlega birtist grein um stöðina í Breiðholtsblaðinu í tilefni af afmælinu. 

Þar er líka sagt frá því n
ýju fyrirkomulagi á skipulagi og rekstri heilsugæslustöðva sem miðar að því að auka þjónustu við notendur. Heilsugæslan Mjódd er því í mikilli sókn aldarfjórðungsgömul. 

Smellið á myndina til að lesa greinina.