Fræðslunámskeið um ADHD fyrir heilsugæslulækna

Mynd af frétt Fræðslunámskeið um ADHD fyrir heilsugæslulækna
16.09.2010

Fræðslunámskeið um ADHD verður haldið í samvinnu Þroska- og hegðunarstöðvar, Heilsugæslunnar Efra-Breiðholti og BUGL.

Haldin verða tvö  stutt námskeið. Fyrra námskeiðið verður föstudaginn 22. október kl. 13:00-16:15 og það seinna í tengslum við Fræðadaga Heilsugæslunnar 18. nóvember kl. 9:00-12:15.

Bæði námskeiðin verða haldin í húsnæði Þroska- og hegðunarstöðvar (ÞHS) og Þróunarstofu heilsugæslunnar í Þönglabakka 1.

Leitast verður við að fara í efnið á hagnýtan hátt. Farið verður í röskunina, greiningu, meðferð og eftirfylgd. Áhersla verður lögð á eftirfylgd í heilsugæslu.

Námskeiðið er ætlað heilsugæslulæknum. Hámarksfjöldi á hvort námskeið er 20.

Dagskráin

  • Um ADHD                                                                   
    Ólafur Ó. Guðmundsson barnageðlæknir

  • Skimlistar fyrir ADHD                                               
    Sálfræðingur  frá BUGL og ÞHS

  • Lyfjameðferð                                                          
    Ólafur Ó. Guðmundsson

  • Kaffi 

  • Frá tilvísun til eftirfylgdar                                        
    Ragnheiður Elísdóttir barnalæknir

  • Eftirfylgd- verklag í heilsugæslu  
    Þórður  G. Ólafsson heimilislæknir 

  • Umræður

Skráning fer fram með tölvupósti eða í síma 585-1350. Síðasti dagur skráningar á fyrra námskeiðið er þriðjudagurinn 19. október og á hið síðara er mánudagurinn 15. nóvember.

Þátttökugjald  er 2.500 kr. Hægt er að fá sendan reikning ef þátttökugjaldið greiðist af vinnuveitanda en gefa þarf upp vinnustað, kennitölu vinnuveitanda og heimilisfang.
Einnig er hægt að millifæra á reikning 0336-26-10200, kennitala 521005-0760, skýring greiðslu ÞHS 34.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um námskeiðið sendið tölvupóst til Ragnheiðar Elísdóttur eða hafið samband í síma 585-1350.