Nýr vefur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Mynd af frétt Nýr vefur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
15.02.2006

 

Miðvikudaginn 15. febrúar opnaði heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson nýjan vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Þegar heilsugæslustofnanir á höfuðborgarsvæðinu sameinuðust 1. janúar 2006 í eina stofnun, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sbr. reglugerð nr. 608/2005, var gerður nýr vefur sem inniber upplýsingar um þjónustu allra starfseininga innan hinnar nýju stofnunar. 

Þessar starfseiningar eru 15 heilsugæslustöðvar í  Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, auk starfseminnar á Heilsuverndar-stöðinni, Miðstöð heimahjúkrunar og Geðheilsu eftirfylgd/iðjuþjálfun.

Starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins  eru  678 og þjóna um 180 þús. manns búsettum á höfuðborgarsvæðinu.

Sú nýbreytni er á nýja vefnum, frá þeim eldri, að hægt er að senda skráningarbeiðni rafrænt á heilsugæslustöð, aðgengi að upplýsingum er auðveldað og miðað er við að auka möguleika á rafrænum samskiptum.

Vefurinn er útlitshannaður af Gagarin ehf. og gerður í vefumsýslukerfinu LiSA frá INNN hf.