Þjónusta fyrir börn með tilfinninga og/eða hegðunarvanda:

Þjónusta skóla og sveitarfélaga

  • Námsráðgjafar, félagsráðgjafar og skólahjúkrunarfræðingar í skólum sinna stundum viðtölum við börn sem vantar stuðning vegna geðvanda.
  • Félagsþjónusta sinnir ýmsri þjónustu við börn t.d. uppeldisráðgjöf (t.d. PMT) til foreldra, liðveislu, úthlutar stuðningsfjölskyldum en einnig með viðtölum við félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða aðra starfsmenn félagsþjónustunnar.
  • Sálfræðingar á þjónustumiðstöðvum sinna greiningum og ráðgjöf barna á leik- og grunnskólaaldri (t.d. ADHD, námsörðugleikar o.fl.). Tilvísun er yfirleitt send frá skóla barnsins. 
  • Framhaldsskólar bjóða stundum nemendum sálfræðiþjónustu. Upplýsingar má fá á vefjum skólanna. 

Aðrir aðilar

  • Námskeið um t.d. ADHD, kvíði, uppeldi og félagsfærni, eru reglulega haldin af Geðheilsumiðstöð barna.
  • Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir.
  • Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru skráðir í gagnagrunnur sálfræðinga – sal.is
  • Bergið Headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk 15 til 25 ára aldri.
  • Samtökin ´78 eur með félagsmiðstöð fyrir börn á aldrinum 13-17 ára sem eru hinsegin, í hinsegin pælingum, áhugasöm um hinsegin málefni eða hreinlega langar að koma í félagsmiðstöð þar sem öll eru velkomin. 
  • Foreldrahús býður uppá víðtæka þjónustu fyrir alla fjölskylduna.
  • Stjúptengsl Samskiptavandi, skilnaður, stjúpfjölskyldur. https://www.stjuptengsl.is   
  • Sorgarmiðstöð býður stuðning vegna sorgar barna.
  • Fjölskyldu - og sálgæsluþjónusta kirkjunnar er þjónusta við hjón, fólk í sambúð, fjölskyldur og einstaklinga. 

Sjálfshjálparefni:

Sjálfshjálparbækur geta gagnast börnum og foreldrum barna með tilfinninga- og hegðunarvanda. Smellið á hlekki til að lesa um bækurnar. Almenningsbókasöfn gætu átt bækurnar.

Bækur byggðar á HAM ætlaðar börnum

ADHD

Tourette

Myndbönd:

Hagnýtt efni á vef

  • Heilsuvera er með þekkingarvef þar sem m.a. má finna efni um líðan, kvíða barna og ungmenna, þroskaferlið og fleira um forvarnir og fyrirbyggjandi leiðir til heilbrigðara og betra lífs.
  • Þroska- og hegðunarstöð er með hagnýt ráð, sérstaklega í tengslum við ADHD og kvíða.
  • Litla kvíðameðferðarstöðin er með hlekki inn á allskonar fræðslu- og sjálfshjálparefni t.d. í tengslum við núvitund/tilfinningastjórn/slökun, kvíða, lágt sjálfsmat, þunglyndi/vanlíðan, uppeldi, ADHD o.fl. Einnig fræðsluefni og verkfæri úr DAM, sem er inngrip sem notað er í mikilli vanlíðan.
  • ADHD samtökin eru með bæklinga og annað fræðsluefni um ADHD.
  • Tourette samtökin eru með gott fræðsluefni um Tourettesjúkdóminn
  • Ráðgjafar og greiningarstöð hefur gert hagnýta fræðslu tengda einhverfurófi og ýmsum þroskafrávikum. og bjóða einnig námskeið
  • Sterkari út í lífið er með fróðleik og verkfærakistu um sjálfsmynd, sjálfstyrkingu, líkamsvirðingu og margt fleira.
  • Hugrún geðfræðslufélag fræðir ungt fólk um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund.
  • Trans Ísland er stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk á Íslandi.
  • Pieta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur Einnig er hægt að nálagast hjá þeim fræðsluefni og upplýsingar um stuðning fyrir aðstandendur sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi. Síminn hjá Pieta er 552-2218
  • Foreldrasíminn – 581-1799 er neyðarsími fyrir foreldra og aðstandendur barna og ungmenna sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu og annarra mála. Ráðgjöf er veitt alla daga og um helgar og nætur. Ráðgjafi hlustar og veitir stuðning til að ákveða næstu skref.
  • 1717 - Hjálparsími og netspjall Rauða krossins - hægt er að hafa samband við hvenær sólahrings sem er og er þjónustan öllum opin. Þar er veittur stuðningur og áheyrn fyrir fólk sem vill ræða við hlutlausan aðila, t.d. vegna vanlíðanar, vandamála eða einmanaleika.