Þjónusta skóla og sveitarfélaga
- Námsráðgjafar, félagsráðgjafar og skólahjúkrunarfræðingar í skólum sinna stundum viðtölum við börn sem vantar stuðning vegna geðvanda.
- Félagsþjónusta sinnir ýmsri þjónustu við börn t.d. uppeldisráðgjöf (t.d. PMT) til foreldra, liðveislu, úthlutar stuðningsfjölskyldum en einnig með viðtölum við félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða aðra starfsmenn félagsþjónustunnar.
- Sálfræðingar á þjónustumiðstöðvum sinna greiningum og ráðgjöf barna á leik- og grunnskólaaldri (t.d. ADHD, námsörðugleikar o.fl.). Tilvísun er yfirleitt send frá skóla barnsins.
- Framhaldsskólar bjóða stundum nemendum sálfræðiþjónustu. Upplýsingar má fá á vefjum skólanna.
Aðrir aðilar
- Námskeið um t.d. ADHD, kvíði, uppeldi og félagsfærni, eru reglulega haldin af Geðheilsumiðstöð barna.
- Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir.
- Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru skráðir í gagnagrunnur sálfræðinga – sal.is
- Bergið Headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk 15 til 25 ára aldri.
- Samtökin ´78 eur með félagsmiðstöð fyrir börn á aldrinum 13-17 ára sem eru hinsegin, í hinsegin pælingum, áhugasöm um hinsegin málefni eða hreinlega langar að koma í félagsmiðstöð þar sem öll eru velkomin.
- Foreldrahús býður uppá víðtæka þjónustu fyrir alla fjölskylduna.
- Stjúptengsl Samskiptavandi, skilnaður, stjúpfjölskyldur. https://www.stjuptengsl.is
- Sorgarmiðstöð býður stuðning vegna sorgar barna.
- Fjölskyldu - og sálgæsluþjónusta kirkjunnar er þjónusta við hjón, fólk í sambúð, fjölskyldur og einstaklinga.