Móttakan er opin á dagvinnutíma og þar er tekið á móti bráðaerindum og veitt smáslysaþjónusta.
Þar leitar fólk aðstoðar eða ráðgjafar þegar um er að ræða veikindi, vanlíðan, óþægindi eða slys.
Til dæmis er algengt að foreldrar með veik börn fái ráðleggingar varðandi umönnun og aðstoð við að meta þörf fyrir frekari þjónustu.
Einnig leita margir ráða vegna lyfjatöku eða til að fá leiðsögn um heilbrigðiskerfið.
Öllum erindum sem koma í móttökuna er sinnt, annaðhvort með því að veita þjónustuna á staðnum eða vísa í þann farveg sem við á í hverju tilviki.
Á dagvinnutíma er alltaf hægt að fá símasamband við hjúkrunarfræðing í skyndimóttöku.