Geðheilsumiðstöð barna býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum.
Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 9-12 ára og eru 6 börn á hverju námskeiði með tveimur þjálfurum.
Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu og sjálfsstjórn.
Hópurinn hittist tvisvar í viku 1 1/2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls)
Áður en námskeið hefst, er haldinn kynningarfundur fyrir foreldra þar sem farið er nánar í fyrirkomulag námskeiðs.
- Nánari upplýsingar má fá með því að senda fyrirspurn á namskeid.gmb@heilsugaeslan.is
Umsjón með námskeiðinu hefur Dagmar Kr. Hannesdóttir, PhD, Sérfræðingur í klínískri barnasálfræði, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna.
Verð vegna námskeiðsgagna: 4000 kr.