Snillinganámskeiðið er nú hluti af rannsókn í samstarfi Geðheilsumiðstöðvar barna og Sálfræðideildar Háskóla Íslands fyrir börn í 4. til .7.bekk sem eru með ADHD, að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum.
Þeir þátttakendur sem hafa áhuga á að skrá sig í rannsóknina og uppfylla skimunar skilyrði verður úthlutað plássi í fimm vikna úrræði.
Annað hvort í:
- Snillingunum (sérhönnuðu hópnámskeiði fyrir börn með ADHD) eða
- Krakkaráðgjöfinni (einstaklingsráðgjöf í tilfinningastjórnun, félagsfærni og lausnaleit fyrir börn með ADHD).
Sérhæfð inngrip fyrir börn og fjölskyldur barna með ADHD eru í stöðugri þróun og því er mikilvægt að rannsaka hvaða úrræði virka vel, hvað virkar best fyrir hvern og hvers vegna.
Rannsókninni er stýrt af dr. Dagmar Kr. Hannesdóttur, barnasálfræðingi og lektor við Háskóla Íslands í samstarfi Sálfræðideildar HÍ og Geðheilsumiðstöðvar barna (GMB) hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Áhugasamir geta skráð sig á póstlista fyrir rannsóknina með því að senda póst á namskeid.gmb@heilsugaeslan.is
Nánari umfjöllun um rannsóknina: