Almennar upplýsingar

icon

Almennur þjónustutími 8:20-12:00 og 12:45-16:00



icon

Svarað er í síma 9:00-12:00 og 12:45-15:00



Um starfsemina

Meginsvið starfsemi Heilbrigðisskoðunar innflytjenda er að veita flóttamönnum, hælisleitendum og öðrum innflytjendum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins heilbrigðisskoðun eftir komuna til landsins. 

Heilbrigðisskoðun innflytjenda er staðsett í Móttökumiðstöð umsækjenda um alþjóðlega vernd í Domus Medica ásamt lögreglu, útlendingastofnun og fleiri aðilum.

Heilbrigðisskoðun innflytjenda

Heilbrigðisskoðun innflytjenda annast skoðun flóttamanna og hælisleitenda og annarra innflytjenda eftir komuna til landsins og gefur út heilbrigðisvottorð þeim til handa sem sækja um atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi.

 

Fyrir útgáfu vottorðs þarf að fara fram heilbrigðisskoðun í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga nr. 19/1997 og reglugerðar nr. 131/1999. Heilbrigðisskoðunin, sem vottorðið byggir á, fer þannig fram:

 

  • Viðtal og skoðun læknis.
  • Í flestum tilfellum eru gerðar eftirfarandi rannsóknir: 
    • Berklapróf hjá þeim sem eru 35 ára og yngri.  
    • Tekin er röntgenmynd af lungum hjá þeim sem eru eldri en 35 ára til að útiloka virka berkla.
  •  Blóðprufa þar sem leitað er að: 
    •  HIV / Alnæmi  
    •  Lifrarbólgu B og C  
    •  Sárasótt
  • Í einstaka tilfellum metur læknir það svo að ástæða sé til að gera aðrar rannsóknir á grundvelli sögu sjúklings.

 

Þeir sem fara í berklapróf þurfa að koma tvisvar. Aflestur á berklaprófi fer fram 2-3 sólarhringum eftir að próf er gert. Ef berklapróf er jákvætt er tekin lungnamynd til að útiloka virka berkla.

Ef niðurstöður HIV-, lifrarbólgu- og / eða sárasóttarprófa gefa tilefni til er sjúklingur boðaður aftur til viðtals og greidd leið til bestu úrræða á Landspítala.

 

Ef allar niðurstöður eru eðlilegar skrifar læknir heilbrigðisvottorð.

 

Gera má ráð fyrir að útgáfa vottorðs taki 1-2 vikur.