Heilaörvunarmiðstöðin (HÖM) er ný meðferðareining innan Geðheilsuteyma Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Þar nú er veitt svokölluð TMS-meðferð við meðferðarþráu (unipolar) þunglyndi. Hugsanlega fjölgar meðferðarúrræðum þar síðar.
Á Heilaörvunarmiðstöð starfar fagfólk sem fengið hefur sérstaka þjálfun í meðferð með TMS-tækjum. Nú eru geðlæknir, hjúkrunarfræðingur og taugalífeðlisfræðingur starfsmenn HÖM.
HÖM hefur aðsetur á nýrri og glæsilegri Heilsugæslustöð í Mosfellsumdæmi Sunnukrika 3, 270 Mosfellsbæ.