Við bendum á umfjöllun um TMS-meðferð sem var í Kastljósi 17. janúar 2023.
„Ótrúlegt að verða vitni að því hjá fólki sem hefur aldrei liðið svona vel“
Við bendum á umfjöllun um TMS-meðferð sem var í Kastljósi 17. janúar 2023.
„Ótrúlegt að verða vitni að því hjá fólki sem hefur aldrei liðið svona vel“
Heilaörvunarmiðstöðin (HÖM) er ný meðferðareining innan Geðheilsuteyma Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Þar er nú er veitt svokölluð TMS-meðferð við meðferðarþráu (unipolar) þunglyndi. Hugsanlega fjölgar meðferðarúrræðum þar síðar. Lestu meira um TMS-meðferðina
Greiðsluþátttaka notenda er í lágmarki þar sem aðeins er greitt komugjald.
Á Heilaörvunarmiðstöð starfar fagfólk sem fengið hefur sérstaka þjálfun í meðferð með TMS-tækjum. Nú eru geðlæknir, hjúkrunarfræðingur og taugalífeðlisfræðingur starfsmenn HÖM.
HÖM hefur aðsetur á nýrri og glæsilegri Heilsugæslustöð í Mosfellsumdæmi Sunnukrika 3, 270 Mosfellsbæ.
Heilaörvunarmiðstöð (HÖM) þjónustar einstaklinga með meðferðarþrátt þunglyndi (unipolar þunglyndi) sem vísað er frá geðlæknum eða heimilislæknum.
Starfsmenn Heilaörvunarmiðstöðvar fara yfir allar nýjar beiðnir og viðtal við geðlækni HÖM er ávallt undanfari TMS meðferðar.
TMS er skammstöfun á því sem á ensku nefnist Transcranial Magnetic Stimulation sem þýða mætti sem segulörvun á heila.
TMS-meðferð er ekki ífarandi sem þýðir að meðferðin krefst hvorki svæfingar, deyfingar né skurðaðgerðar. Skjólstæðingur er vakandi meðan á meðferð stendur og getur haldið sína leið að meðferð lokinni.
TMS-meðferð beinist að afmörkuðu svæði heilans og hefur ekki bein áhrif á önnur líffærakerfi, ólíkt t.d. virkni margra lyfja.
TMS-meðferð byggir á endurtekningu og krefst þess að skjólstæðingar mæti í meðferð alla virka daga vikunnar í fjórar til sex vikur. Sumir finna fljótt fyrir breytingu á líðan á meðan áhrifin koma seinna hjá öðrum. Þá sýna rannsóknir að um 30% einstaklinga finni engan mun á líðan sinni eftir TMS-meðferð.
Aukaverkanir af TMS-meðferð eru bæði fáar og mildar þótt alvarlegri aukaverkanir þekkist. Þegar líður á meðferðina er líklegt að dragi úr þeim.
Algengustu aukaverkanir:
Sjaldgæfar en þekktar aukaverkanir:
Þótt TMS-meðferð henti flestum eru nokkrar þekktar frábendingar. Vegna sterks segulsviðs sem myndast við TMS-meðferð (Aflið er um 2 Tesla) er meðferðin ekki ráðlögð þeim sem hafa ígrædda hluti eða tæki sem segulmagn virkar á.
Ráðfærðu þig við lækni eða hjúkrunarfræðing ef eitthvað af eftirtöldu á við:
Algerar frábendingar:
Hugsanlegar frábendingar:
Tekið er við tilvísunum frá geðlæknum og heimilislæknum. Geðlæknar og heimilislæknar HH senda tilvísun í SÖGU (sjá neðar).
Aðrir geðlæknar nota tilvísunareyðublað HÖM-Tilvísun í TMS og senda það annað hvort í gegnum örugg gagnaskil eða í ábyrgðarpósti.
Mikilvægt er að aðrar líkamlegar orsakir þunglyndis hafi verið metnar áður en TMS-meðferð er íhuguð sem valkostur.
Tími í eftirlit hjá tilvísanda eftir meðferð
Skjólstæðingum sem vísað er í TMS-meðferð á Heilaörvunarmiðstöðinni verður vísað aftur til tilvísanda að lokinni TMS-meðferð. Áður en meðferð skjólstæðings hefst þarf skjólstæðingur að hafa fengið tíma hjá tilvísanda í eftirlit sem fyrst eftir útskrift frá HÖM, helst innan fjögurra vikna.
Heimilislæknar sem hafa aðgang að Sögu senda beiðni um meðferð með aðstoð TMS-tilvísunar-flýtitexta (ctrl-shift-t) sem fylla þarf út því allar nauðsynlegar upplýsingar þurfa að vera til staðar svo tilvísun til HÖM sé tekin gild.
Geðlæknar sem ekki hafa aðgang að Sögu nota eyðublaðið HÖM-Tilvísun í TMS og senda það annað hvort í gegnum örugg gagnaskil eða í ábyrgðarpósti.
Mikilvægt er að tilvísun sé vel útfyllt svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. Ófullnægjandi tilvísun verður endursend.
Örugg gagnaskil (Signet transfer)
Fyllið eyðublaðið HÖM-Tilvísun í TMS út rafrænt, vistið og sendið í gegnum örugg gagnaskil. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki.
Ábyrgðarpóstur
Fyllið eyðublaðið HÖM-Tilvísun í TMS út rafrænt, prentið út og sendið í ábyrgðarpósti til Heilaörvunarmiðstöðvar, Sunnukrika 3, 270 Mosfellsbæ
Til að byrja með er þjónustan ætluð einstaklingum sem þjást af miðlungs- til alvarlegu meðferðarþráu (unipolar) þunglyndi (e. Treatment Resistant Depression).
Meðferðarþrátt þunglyndi er skilgreint þannig að einstaklingur hafi hlotið meðferð með að minnsta kosti tveimur þunglyndislyfjum í mismunandi lyfjaflokkum í að minnsta kosti í 6 vikur á viðurkenndum skömmtum án nægjanlegs árangurs (klínískrar svörunar).
Forgangur í meðferð
Til að byrja með munu skjólstæðingar Geðheilsuteyma HH njóta forgangs í TMS-meðferð umfram dagsetningu tilvísunar.
Við lok meðferðar er skjólstæðingi tilkynnt um niðurstöðu og útskrift.
Margt bendir til að þeir sem á annað borð upplifa jákvæð áhrif TMS-meðferðar hafi ábata af endurtekinni meðferð ef einkenni þunglyndis gera aftur vart við sig. Í öllum slíkum tilvikum verður ný tilvísun í TMS-meðferð að berast.
Reikna má með að um 30% þeirra sem fá TMS-meðferð við alvarlegu þunglyndi muni ekki finna neinn mun á líðan sinni.
Við útskrift er skjólstæðingi vísað aftur til tilvísandi læknis
Á Heilaörvunarmiðstöðinni (HÖM) starfar einvala lið sem stöðugt er vakandi fyrir nýjustu þekkingu og þróun á sviði heilaörvunar.
Við bindum miklar vonir við meðferðina og sjáum fyrir okkur að stöðin muni stækka og dafna með árunum.
Yfirlæknir: Dagur Bjarnason, geðlæknir
Verkefnastjóri: Jón Gauti Jónsson, hjúkrunarfræðingur