icon

Almennur þjónustutími 8:20-12:00 og 12:45-16:00icon

Um starfsemina

Meginsvið starfsemi Göngudeildar sóttvarna eru berklavarnir, ferðamannaheilsuvernd og heilbrigðisskoðun innflytjenda frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Áherslur berklavarna eru að greina og meðhöndla tilfelli þar sem berklagrunur hefur komið upp, kanna smitferli og beita varnandi meðferð þar sem við á.

Ferðamannaheilsuvernd er flókin og síbreytileg

Ráðgjöfin byggist bæði á ferðinni, t.d. áfangastað og ástandinu þar, dvalarlengd og tegund ferðar, og á ferðamanninum sjálfum, t.d. fyrri bólusetningum, sjúkdómum og ofnæmi.

 

Ferðamannabólusetningar eru í boði á Göngudeild sóttvarna og á heilsugæslustöðvum.

 

Best er að bóka tíma fyrir bólusetningu að minnsta kosti mánuði fyrir brottför. 

 

Hafið með handbær skírteini um fyrri bólusetningar vegna ferðalaga. Einnig er hægt að sjá yfirlit yfir bólusetningar á mínum síðum Heilsuveru.is.

 

Upplýsingar og tímapantanir eru á Göngudeild sóttvarna, eða á þinni heilsugæslustöð.

 

Nánari upplýsingar:

Heilbrigðisskoðun innflytjenda

Göngudeild sóttvarna annast heilbrigðisskoðun innflytjenda og gefur út heilbrigðisvottorð þeim til handa sem sækja um atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi.


Fyrir útgáfu vottorðs þarf að fara fram heilbrigðisskoðun í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga nr. 19/1997 og reglugerðar nr. 131/1999. Heilbrigðisskoðunin, sem vottorðið byggir á, fer þannig fram:


 • Viðtal og skoðun læknis.
 • Í flestum tilfellum eru gerðar eftirfarandi rannsóknir: 
  • Berklapróf hjá þeim sem eru 35 ára og yngri.  
  • Tekin er röntgenmynd af lungum hjá þeim sem eru eldri en 35 ára til að útiloka virka berkla.
 •  Blóðprufa þar sem leitað er að: 
  •  HIV / Alnæmi  
  •  Lifrarbólgu B og C  
  •  Sárasótt
 • Í einstaka tilfellum metur læknir það svo að ástæða sé til að gera aðrar rannsóknir á grundvelli sögu sjúklings.


Þeir sem fara í berklapróf þurfa að koma tvisvar. Aflestur á berklaprófi fer fram 2-3 sólarhringum eftir að próf er gert. Ef berklapróf er jákvætt er tekin lungnamynd til að útiloka virka berkla.


Ef niðurstöður HIV-, lifrarbólgu- og / eða sárasóttarprófa gefa tilefni til er sjúklingur boðaður aftur til viðtals og greidd leið til bestu úrræða á Landspítala háskólasjúkrahúsi.


Ef allar niðurstöður eru eðlilegar skrifar læknir heilbrigðisvottorð.


Gera má ráð fyrir að útgáfa vottorðs taki 1-2 vikur.Berklavarnir

Forgangsatriði berklavarna er góð heilbrigðisþjónusta sem greinir skjótt og meðhöndlar fljótt til að tilfellin nái ekki að smita út frá sér. Leitað er í umhverfi smitbera til að unnt sé að veita þeim sem hafa smitast varnandi meðferð.


Til að greina berkla þarf aðgang að vel útbúinni rannsóknastofu til að smásjárskoða, rækta, tegundargreina og næmisprófa. Þessar rannsóknir eru framkvæmdar á Sýklafræðideild Landspítala og "Serum Institut" í Kaupmannahöfn.


Heilbrigðisskoðun innflytjenda frá löndum þar sem berklar eru landlægir er hluti berklavarna. Tæplega helmingur virkra berklatillfella greinast með þessum hætti og fá fjöllyfjameðferð en þeir sem greinast nýsmitaðir með hættu á að veikjast býðst varnandi meðferð með aðeins einu lyfi.


Í samvinnu við sóttvarnalækni er færð berklaskrá, en berklar tilheyra tilkynningaskyldum sjúkdómum samkvæmt lögum nr. 19/1997. Með því að skrá tilfellin er unnt að fylgjast með breytingum á tíðni berkla og bregðast við ef þörf krefur. Samanburður, alþjóðleg samvinna og síkennsla um berkla er einnig snar hluti berklavarna. Ef heilbrigðisstarfsmenn hafa berkla ofarlega í huga greinist sjúkdómurinn fyrr og smitdreifing verður minni.

magnifier
StarfsmennStarfsheitiSímiNetfang
Birgitta ÁrnadóttirMóttökuritari513-5130
Hjördís Inga Guðmundsdóttir Sálfræðingur513-5130
Ingibjörg GuðmundsdóttirFagstjóri hjúkrunar513-5130
Ingigerður JónasdóttirHeilsugæsluritari513-5130
Sigríður Birta KjartansdóttirHjúkrunarfræðingur513-5130

Fannst þér efnið hjálplegt?

Rusl-vörn


Af hverju ekki?

Rusl-vörn