Almennar upplýsingar

Hafa samband



Svarað er í síma 513-6350 virka daga frá kl. 8:00 til 16:00.

Þjónustutími



Viðtöl og vitjanir, virka daga frá kl. 8:00 - 20:00

Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Sími 513-6350, gedheilsuteymi.vestur@heilsugaeslan.is

Fyrir hverja?

Þjónustan er fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóma og þurfa á þverfaglegri aðstoð ásamt þéttri eftirfylgd að halda. 

 

Tekið er við umsóknum frá starfsmönnum heilbrigðis- og velferðarþjónustu.

 

Geðheilsuteymi vestur þjónar íbúum á mið og vestursvæði borgarinnar, póstnúmerum 101-108 og 170.

Við tökum vel á móti þér

Um teymið

Geðheilsuteymið er fyrir þá sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en er veitt á heilsugæslustöðvum.

 

Þjónustan er þverfagleg og er veitt með heimavitjunum og viðtölum í húsnæði geðteymisins. Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og geðlæknar.

Hlutverk og markmið þjónustu geðheilsuteymanna

 • Að stuðla að og viðhalda bata.
 • Að tryggja samfellu í meðferð.
 • Að fækka endurinnlögnum á sjúkrahús.
 • Að styrkja aðlögunarhæfni eftir útskrift af sjúkrahúsum.
 • Að efla sálrænt og félagslegt heilbrigði einstaklingsins og fjölskyldu hans.
 • Að hvetja til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar.
 • Að styðja einstaklinginn í að lifa innihaldsríku lífi.

Þjónusta fyrir þig

 • Stuðningur og eftirfylgni vegna sjúkdóms eða útskriftar af geðdeild
 • Hvatning og stuðningur til að auka félagslega virkni og tengja við félagsleg úrræði.
 • Mat á andlegu og líkamlegu ástandi, búsetu og þjónustuþörf.
 • Lyfjagjafir og stuðningur við lyfjatöku.
 • Hvatning og stuðningur til að sinna persónulegum þáttum hvort sem það er varðandi sjálfan sig, umhirðu nánasta umhverfis, hreyfingu, mataræði og heilsufarseftirliti (á heilsugæslu og/eða viðtöl hjá meðferðaraðila).
 • Fræðsla og stuðningur til skjólstæðingsins og fjölskyldu hans.
 • Ráðleggingar hvar hægt sé að fá frekari stuðning og fræðslu.

Áhersla er á samhæfingu á þjónustu til einstaklingsins, samskipti við hinar ýmsu stofnanir og þjónustuaðila sem koma að málefnum þjónustuþega.

Batahugmyndafræði

Geðheilsuteymi vestur leggur áherslu á að veita gæða þjónustu samkvæmt viðurkenndri þekkingu og starfar eftir batahugmyndafræði (recovery model).

 

Með batahugmyndafræði er einstaklingum leiðbeint að vinna með tilfinningar sínar og aðstæður. Þeim er mætt á jafnréttisgrundvelli  því að virðing og viðurkenning er höfð að leiðarljósi.

 

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Tekið er við umsóknum frá starfsmönnum heilbrigðis- og velferðarþjónustu. 

 

Fyllið umsóknareyðublað út rafrænt og prentið út til að notandi geti skrifað undir.

Umsóknin sendist í ábyrgðarpósti til Geðheilsuteymis HH vestur, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík.

 

Fyrirspurnir í síma 513-6350

Útskrift

Við þjónustulok er haft samband við þann aðila sem óskaði eftir þjónustu geðteymisins og honum gerð grein fyrir stöðu mála hjá viðkomandi einstaklingi/fjölskyldu.

Samvinna fyrir þig

Geðheilsuteymið byggir á þverfaglegri samvinnu til að veita öflugri þjónustu.

Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, og geðlæknar.

Samsetning fagstétta hverju sinni getur verið mismunandi.

Um teymið

StarfsmennStarfsheitiSímiNetfang
Elísabet ValsdóttirÞjónustufulltrúi513-6350
Fanný Hrund ÞorsteinsdóttirHjúkrunarfræðingur513-6350
Hrönn HarðardóttirTeymisstjóri513-6350
Ingólfur Sveinn IngólfssonYfirlæknir513-6350
Jón Ólafur ÓlafssonHjúkrunarfræðingur513-6350
Margrét GuðmundsdóttirSálfræðingur513-6350